Meistara­mánuður

Markmiðin í lífinu geta verið alls konar. Taktu þátt í Meistaramánuði Íslandsbanka. Við aðstoðum þig við að ná þínum sparnaðarmarkmiðum.

Næstu skref

Stofnaðu sparnað á örfáum mínútum.

Í hverju verður þú meistari?


Markmiðin þín geta verið stór og smá, stutt eða löng. Þú setur reglurnar – þetta er þinn Meistaramánuður. Meistaramánuður snýst ekki bara um að taka vel á því í ræktinni eða taka mataræðið í gegn heldur líka litlu hlutina — eins og að eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða lesa loksins bókina sem þú ætlaðir þér alltaf að lesa. 

Settu þér sparnaðar­markmið


Það er mikilvægt að eiga fyrir góðu hlutunum í lífinu. Það er líka nauðsynlegt að búa sig undir óvænt útgjöld.

Með reglulegum sparnaði velur þú annað hvort fasta upphæð sem leggst sjálfkrafa inn á sparnaðarreikning í hverjum mánuði eða fasta upphæð með mánaðarlegum kaupum í sjóði. Þú velur hvor aðferðin hentar þér og þínum sparnaðarmarkmiðum betur.

Hefja sparnað í netbanka

Skrá mig í reglulegan sparnað í netbanka

Reykja­víkur­maraþon Íslandsbanka


Það geta allir fundið vegalengd við hæfi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Veldu heilt eða hálft maraþon, hressandi 10 km hlaup eða lauflétt 3 km eða 600 m skemmtiskokk, reimaðu á þig hlaupaskóna og byrjaðu að æfa.

Skoðaðu nánar eða skráðu þig á vef Reykjavíkurmaraþonsins

Meistari hinnar hnit­miðuðu markmiða­setningar


Með rétta skipulaginu er ekkert mál að setja sér markmið og ná þeim með glæsibrag. Til þess að gera þetta sem einfaldast settum við saman nokkrar gullnar reglur sem gera þér kleift að verða meistari hinnar hnitmiðuðu markmiðasetningar.

Settu þér markmið sem skipta þig máli

Það er mikilvægt að velja markmið sem skipta þig máli. Veldu eitthvað sem þér finnst áhugavert eða mikilvægt og hafðu trú á sjálfum þér. Koma svo. Vertu svolítið SMART SMART-reglan er kerfi sem hjálpar þér að velja markmið við hæfi. Í henni felst að öll markmið þurfa að vera: S — Skýr: Stutt, laggóð og sett fram á skýran hátt M — Mælanleg: Þannig að þú getir sýnt fram á hvenær og hvernig árangri er náð A – Aðlögunarhæf: Markmiðin þurfa að vera sveigjanleg R — Raunhæf: Settu þér markmið sem þú veist að þú getur náð T — Tímabundin: Settu þér ákveðin tímamörk þegar kemur að markmiðinu Skrifaðu þau niður Skrifaðu öll þín markmið niður og gerðu áætlun sem lýsir því nákvæmlega hvernig þú ætlar að ná þínu takmarki. Eitthvað sem virðist flókið eða óyfirstíganlegt í höfðinu á þér er oft mun einfaldara ef þú nærð að koma því niður á blað. Taktu eitt skref í einu Skiptu stærri markmiðum upp í minni og einfaldari markmið. Það er auðveldara að klífa fjallið í áföngum heldur en að hlaupa upp á topp í einum spretti. Haltu þér við efnið Markmið eru ekki eitthvað sem þú nærð bara svona óvart og fyrirhafnarlaust. Vertu meðvitaður um markmiðin þín og minntu þig reglulega á það af hverju þau skipta máli. Ekki gefast upp Ekki gefast upp þó á móti blási. Það verður enginn meistari á fyrsta degi — það gengur bara betur næst. Verið stolt af góðum árangri og verðlaunið ykkur hóflega þegar vel gengur. Ekki rífa þig niður eða beita refsingum ef illa gengur. Segðu einhverjum sem þú treystir frá markmiðinu og deildu með þeim árangri og/eða ósigrum. Þú getur þetta.

Sækja dagatal


Skrifaðu öll þín markmið niður og gerðu áætlun sem lýsir því nákvæmlega hvernig þú ætlar að ná þínu takmarki. Sækja dagatal (PDF)

Hvað er Meistara­mánuður?