Ferðasagan þín

Ætlar þú að ferðast innanlands í sumar? Kynntu þér áhugaverða áfangastaði og góð ráð fyrir sumarfríið. Þú gætir unnið sérsniðna ferð fyrir þig og þína.
Taktu þátt neðar á síðunni.

Góð ráð fyrir fríið


Hér getur þú kynnt þér góð ráð fyrir fríið og fengið hugmyndir að áhugaverðum áfangastöðum um land allt. Þú getur einnig tekið þátt í skemmtilegum leik.

Hver verður þín ferðasaga?


Ætlar þú að ferðast innanlands í sumar? Kynntu þér áhugaverða áfangastaði og góð ráð fyrir sumarfríið. Þú gætir unnið sérsniðna ferð fyrir þig og þína.

Góð ráð fyrir fríið


Eftir ferðalög innanhúss og samkomubann eru landsmenn líkt og kálfar á vorin.

En það er að ýmsu að huga fyrir öll ferðalög og bestu fríin eru þau sem eru áhyggjulaus. Gott er að huga að fjármálunum fyrirfram en auðvelt er að sinna bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er. Hér eru nokkur ráð til að einfalda lífið og auka hagkvæmni í sumarfríinu.

 • Hafðu bankann í vasanum í fríinu og notaðu appið til að sinna öllum helstu bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er.
 • Skipuleggið fríið vel fyrirfram og áætlið kostnað svo ekkert komi á óvart. Best er að leggja til hliðar pening sem er sérstaklega ætlaður fyrir sumarfríið.
 • Kortatryggingar ná auðvitað til ferðalaga innanlands. Kynntu þér hvort að kortatrygging sé með þínu korti áður en lagt er af stað. Gættu þess að a.m.k. helmingur ferðakostnaðar sé greiddur með kortinu eða gistirými bókað fyrirfram og kortanúmerið gefið upp til greiðslu svo tryggingin sé gild. Nauðsynlegt er að ganga frá kaupum og/eða bókunum áður en lagt er af stað í ferðina frá heimili vátryggðs.
 • Með vildarpunktum Icelandair er hægt að bóka hótel um allt land og bílaleigubíla. Vildarpunktar Icelandair koma fólki oft langt áleiðis í fríið en með Icelandair kortum hjá Íslandsbanka er punktum safnað í samræmi við eyðslu.
 • Vertu vakandi yfir nýjum Fríðu tilboðum sem koma reglulega inn t.d. hjá sundlaugum víða um landið.  Mundu bara að virkja tilboðin í appinu.
 • Borgið með símanum þar sem það er hægt. Android og iOS notendur geta borgað með símanum með einföldum og fljótlegum hætti og draga þannig úr hættunni að PIN númer fari á flakk.
 • Talandi um PIN – þegar þið eruð í fríi og munið bara nafnið á uppáhalds snakkinu ykkar er lítið mál að sjá PIN númer í appinu. Ef kortið týnist er æskilegt að frysta kortið strax í appinu og svo má opna það aftur ef kortið birtist skyndilega aftur.
 • Fyrir löng ferðalög með börnin er hægt að sækja Georgs öppin og leyfa krökkunum að leika sér með bókstafina, tölustafina, leggja saman og draga frá eða læra á klukku.
 • Ef þið eruð að ferðast með ferðafélögum, munið þá að splitta reikningnum um leið með þeim í Kass. Þar er auðvelt að borga, rukka og splitta.
 • Kynnið ykkur vel fyrirfram hvaða ferðir eru í boði á hvaða stöðum og hvort einhver sérstök tilboð eru í gangi en mörg ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á sérstaka afslætti í sumar.
 • Við hvetjum alla til þess að nýta sér ferðagjöf stjórnvalda en nánari upplýsingar um gjöfina má finna á ferdalag.is. Allir einstaklingar 18 ára og eldri fá ferðagjöf að andvirði 5.000 kr.
 • Munið að sykurpúðar í útilegum eru líklega mikilvægari en klósettpappír.

Njótið sumarfrísins!


Reglulegur sparnaður

Nú er tækifæri til þess að skipuleggja frí næsta árs (eða ára) og byrja að leggja til hliðar pening sem er sérstaklega ætlaður fyrir sumarfríið.

Nánar um reglulegan sparnað

Fríðindi og tryggingar

Með vildarpunktum Icelandair er hægt að bóka hótel um allt land og bílaleigubíla. Ýmis kort hjá okkur safna Vildarpunktum Icelandair. Vertu vakandi yfir nýjum Fríðu tilboðum sem koma reglulega inn t.d. hjá sundlaugum víða um landið.  Mundu bara að virkja tilboðin í appinu.

Nánar um fríðindi og tryggingar

Taktu þátt!

Skráðu þig á póstlista Íslandsbanka. Með því að skrá viðbótarupplýsingar tekur þú þátt í Ferðasöguleik Íslandsbanka. Þú gætir unnið sérsniðna ferð fyrir þig og þína. Drögum út tvo heppna einstaklinga í sumar. Allir einstaklingar 18 ára og eldri geta skráð sig á póstlistann og tekið þátt í leiknum.