Viðbótarlán með ríkisábyrgð


Úrræðið féll úr gildi 1. janúar 2021.

Hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna COVID-19 er úrræði sem miðar að því að bankar veiti viðbótarlán með allt að 70% ríkisábyrgð til fyrirtækja.

  • Lán til einstaks fyrirtækis getur að hámarki numið tvöföldum árslaunakostnaði árið 2019, þó að hámarki 1.200 milljónir króna.
  • Launakostnaður fyrirtækis verður að lágmarki að hafa verið 25% af heildarútgjöldum árið 2019.
  • Tekjutap þarf að hafa verið verulegt og ófyrirséð, að lágmarki 40%,og unnt að rekja beint eða óbeint til áhrifa af heimsfaraldurs kórónuveiru

Umsókn um viðbótarlánið er að finna hér en jafnframt er fyrirtækjum bent á að hafa samband við sinn tengilið hjá bankanum.

Á vef island.is er að finna umfjöllun um úrræðið auk „Spurt og svarað“ hér að neðan.

Spurt og svarað