Sækja um útborgun á séreignarsparnaði vegna COVID-19


Þú getur sótt um útborgun á séreignarsparnaði vegna COVID-19 á vef Íslandsbanka með eftirfarandi hætti:

  1. Sækja og vista niður á tölvuna þína umsókn um útborgun á séreignarsparnaði vegna heimsfaraldurs COVID-19
  2. Fylltu út umsóknina eftir þínum þörfum og kynntu þér vel leiðbeiningarnar hér að neðan. Ekki er þörf að prenta út umsóknina og undirrita þar sem þér mun bjóðast sá kostur að undirrita umsóknina með rafrænum hætti.
  3. Neðst á síðunni þar sem stendur "Útborgun á Séreignarsparnaður" getur þú sótt um úrræðið. Mikilvægt er að láta umsóknina fylgja með því að smella á "Bæta við skrá valkvætt".

Umsóknir sem berast fyrir 20. hvers mánaðar greiðast út fyrsta næsta mánaðar.

Þegar þú hefur sent okkur útfyllta umsókn í fyrirspurnarformið munum við senda þér tölvupóst þar sem þú ert beðinn um að undirrita umsóknina með rafrænum hætti.

Athugið að umbeðnar upplýsingar hér að ofan eru nauðsynlegar til að hægt sé að senda og afgreiða umsókn með rafrænum hætti. Ef þú ert ekki með rafræn skilríki í síma þá getur þú nálgast upplýsingar hér um hvernig hægt er að sækja um og virkja rafræn skilríki í síma.

Upplýsingar sem þarf að skrá