Útborgun á séreignarsparnaði vegna COVID-19

Ef þú ert með séreignasparnað hjá Íslandsbanka áttu rétt á að taka út séreignarsparnaðinn þinn.


Samþykkt var á Alþingi framlenging á eldra úrræði sem veitir einstaklingum heimild til að taka út séreignarsparnaðinn sinn sem á að létta frekar undir með heimilunum. Hægt verður að taka út séreignarsparnað til eigin nota til vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

  • Einstaklingar fá heimild til að taka út eigin séreignarsparnað yfir 15 mánaða tímabil
  • Útborgun hvers mánaðar getur numið allt að 800.000 kr. á mánuði
  • Hámarksútborgun er 12.000.000 kr. yfir 15 mánaða tímabil og miðast við inneign 1. apríl 2021
  • Staðgreiðsla er dregin af útborgun
  • Útborgunin skerðir hvorki barna- né vaxtabætur

Umsóknir sem berast fyrir 20. hvers mánaðar greiðast út fyrsta næsta mánaðar. Smelltu hér til að sækja um.

Spurt og svarað


Hafa samband


Veldu Séreignarsparnaður – útborgun sem ástæðu ef þú vilt sækja um útborgun á séreignarsparnaði vegna COVID-19. Vinsamlegast kynntu þér vel leiðbeiningarnar um hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með beiðninni.

For English please click here.