Umsókn um styrk úr Frumkvöðlasjóði

Umsóknarfrestur er til og með 11. október 2020.


Umsækjendur eru beðnir um að fylla út formið hér að neðan. Með umsókn skal fylgja, eftir því sem við á, greinargóð lýsing á verkefninu, verk- og tímaáætlun, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun), upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis, ársreikningur og upplýsingar um eignarhald og rekstrarform. Bæði fyrirtækjum og einstaklingum er heimilt að sækja um styrk.

Athygli er vakin á að fylgigögn eru ekki skoðuð í öllum tilfellum. Umsækjendur eru því hvattir til að virða lengdarmörk og skrifa greinargóða lýsingu á verkefninu í formið hér að neðan.

Styrkþegum er bent á að kynna sér reglur um skattlagningu styrkja og heimildir til frádráttar kostnaðar á heimasíðu Skattsins, www.rsk.is, og persónuverndaryfirlýsingu sjóðsins.

Heimsmarkmiðin fjögur sem bankinn hefur valið að styðja sérstaklega við

Beina skal öllum fyrirspurnum í tengslum við umsóknir til úthlutunarnefndar Frumkvöðlasjóðsins í gegnum netfangið frumkvodlasjodur@islandsbanki.is.

Frumkvöðlasjóður