Umhverfið

Íslandsbanki leggur áherslu á að vinna í takt við umhverfið og lágmarka þau neikvæðu áhrif sem starfsemi bankans kann að hafa á umhverfið.


Ávallt er leitað tilboða í stærri verk auk þes sem leitast er við að kaupa vörur og þjónustu í nærsamfélagi, t.a.m. matvörur og viðhaldsþjónustu. Lögð er áhersla á að velja vistvænar lausnir við endurnýjun og rekstur skrifstofa og tryggt að í útboðum sé eingöngu gerður samningur við Svansmerkta prent- og ræstiþjónustu.

Loftslagsmálin hafa verið tekin föstum tökum hjá bankanum og skrifaði Íslandsbanki árið 2015 undir samning við Festu um aðgerðir í loftslagsmálum. Unnið hefur verið í því að minnka orkunotkun og hefur fækkun starfsstöðva bankans haft mikil áhrif. Stefnt er að því að kaupa eingöngu visthæfa bíla og draga þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda og hefur bílum bæði fækkað og þeir færst yfir í visthæfari orkugjafa.

Stafræn áhrif

Íslandsbanki rekur fimm útibú á höfuðborgarsvæðinu og níu á landsbyggðinni. Mikil áhersla hefur verið lögð á að gera viðskiptavinum kleift að nota stafræna tækni. Sífellt fleiri viðskiptavinir kjósa að afgreiða sjálfir bankaþjónustu á stafrænan hátt. Íslandsbanki heldur einnig úti nokkrum sjálfsafgreiðsluleiðum fyrir viðskiptavini sína með hraðbönkum, öppum og netbanka.

Við flutninga í Norðurturninn í Kópavogi var sett stefna um pappírslausan banka og beita starfsmenn sér fyrir því að þjónustuaðilar og birgjar sendi reikninga sína rafrænt en ekki með bréfpósti. Íslandsbanki gefur að stórum hluta út stafrænt markaðsefni sem sent er til viðskiptavina í tölvupósti stað markpósta sem áður voru sendir til heimilanna.

Íslandsbanki og Líf á landi

Íslandsbanki er einn af stofnendum Votlendissjóðsins en fyrirtæki sem vilja styðja við bakið á Votlendissjóðnum geta annars vegar, í samstarfi við Votlendissjóðinn, tekið í fóstur ákveðin skilgreind framræst eða röskuð landsvæði, eins og t.d. mýri eða votlendi í tilteknum dal, og endurheimt þau á sínum hraða. Hins vegar geta þau greitt fjárframlag til Votlendissjóðsins. Votlendissjóðurinn var stofnaður í upphafi sumars 2018 hefur sem markmið að ýta af stað verkefnum sem miða að því að endurheimta votlendi. Sjá nánar um Votlendissjóðinn en

Góður árangur í endurvinnslu

Íslandsbanki hóf flokkun og endurvinnslu árið 2012 en starfsmenn bankans flokka almennt sorp, grófan úrgang, litað timbur, málma, lífrænan úrgang til jarðgerðar, bylgjupappa, raftæki og margt fleira. Starfsstöðvar hafa ekki alltaf verið þær sömu á milli