Almennir skilmálar – Ferðaleikur Íslandsbanka


 1. Þessir skilmálar gilda á milli þátttakanda í Ferðaleik Íslandsbanka (hér eftir leikurinn) og Íslandsbanka þar sem vinningshafi hlýtur sérsniðna ferð um landið fyrir sig og sína (hér eftir ferðalagið). Þátttaka í leiknum felur í sér samþykki þátttakanda við því að hlíta skilmálunum.
 2. Hver sá sem er 18 ára eða eldri getur tekið þátt í leiknum.
 3. Íslandsbanki ber ekki ábyrgð á heilsu vinningshafa og ferðafélögum hans (hér eftir vinningshafar) á meðan ferðalaginu stendur og í tengslum við þá viðburði og/eða ferðir sem vinningshafar sækja í ferðalaginu.
 4. Þá ábyrgist Íslandsbanki eða starfsmenn hans og samstarfsaðilar ekki tjón, hvorki líkamlegt, andlegt né fjárhagslegt, sem vinningshafar verða fyrir í ferðlaginu. Íslandsbanki bætir vinningshöfum það ekki ef viðburðir og/eða ferðir  sem fyrirhugaðar voru í ferðalagi vinningshafa falla niður.
 5. Íslandsbanka er heimilt að endurskoða eða breyta skilmálum þessum vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna, s.s. náttúruhamfara eða veðurs. Verði breytingar á skilmálum verða þær tilkynntar til þátttakanda með tölvupósti.
 6. Vinningshafi ábyrgist að kynna skilmála leiksins fyrir ferðafélögum sínum. Séu ferðafélagar ekki tilbúnir að samþykkja skilmála leiksins verður skrifleg athugasemd að berast Íslandsbanka innan tveggja vikna frá fyrirhuguðu ferðalagi.
 7. Með þátttöku í leiknum staðfestir þátttakandi að hann sé ekki í vanskilum við bankann.
 8. Varnarþing: Reykjavík

 

Persónuvernd – Ferðaleikur Íslandsbanka

 1. Þær persónuupplýsingar sem safnast í tengslum við leikinn eru notaðar við framkvæmd hans m.a. til þess að draga út vinningshafa og hafa samband við hann. Upplýsingar um áfangastað, fjölda ferðafélaga og áhugasvið verða eingöngu notaðar til að sérsníða ferð fyrir vinningshafa. Eingöngu þeir sem skráðir eru á póstlista Íslandsbanka hf. geta tekið þátt í leiknum.
 2. Með samþykki þátttakanda mun bankinn nota samskiptaupplýsingar hans í markaðssetningarskyni s.s. til að kynna fyrir honum vörur og þjónustu bankans, símleiðis eða með tölvupósti. Þátttakandi getur ávallt dregið samþykki sitt til baka með því að velja afskráningarhlekk neðst í markpósti eða með því að senda tölvupóst á islandsbanki(a)islandsbanki.is.
 3. Nánar um meðferð persónuupplýsinga hér.