Við styðjum við fyrirtækin okkar

Við munum aðstoða fyrirtæki sem þurfa tímabundið svigrúm og lenda í greiðsluerfiðleikum vegna COVID-19.


Úrlausnirnar sem við bjóðum upp á felast í tímabundinni frestun afborgana og vaxta af lánum í allt að sex mánuði. Þær taka mið af Samkomulagi um tímabundna frestun greiðslna vegna heimsfaraldurs COVID-19 sem aðilar á lánamarkaði hafa gert með sér. Frestaðar greiðslur leggjast við höfuðstól og lengist samningstími/lánstími sem nemur fjölda frestaðra afborgana.

Meðal skilyrða fyrir frestuninni er að fyrirtæki hafi verið í heilbrigðum rekstri áður en áhrifa veirunnar fór að gæta og þau hafi ekki verið í vanskilum við bankann lengur en í 60 daga í lok febrúar s.l.

Í ofangreindu samkomulagi, sem nær til rekstrarfyrirtækja sem selja vöru og þjónustu, er sett það skilyrði að fyrirtæki hafi nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins.

Til að óska eftir tímabundinni frestun greiðslna þarf forsvarsmaður fyrirtækis að fylla út umsókn (pdf) og senda hana undirritaða í tölvupósti, á sinn tengilið eða viðskiptastjóra í bankanum. Einnig má senda umsóknina í tölvupósti á fyrirtaeki@islandsbanki.is eða senda hana sem viðhengi í forminu hér neðar á síðunni.

Ríkisstjórnin kynnti þann 21. apríl frekari úrræði við lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga í rekstrarörðugleikum. Úrræðin eru í þrennu lagi og ganga út á:

  • Lokunarstyrki til fyrirtækja sem var gert að hætta starfsemi vegna sóttvarna
  • Stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja
  • Að fyrirtækjum verði heimilað að jafna tekjuskatt 2019 með tapi 2020

Sjá nánar hér:

Varnir, vernd og viðspyrna gegn efnahagslegum og félagslegum áföllum

Spurt og svarað um efnahagsaðgerðir stjórnvalda

Viðspyrna fyrir Ísland – kynningarglærur

Framhald hlutastarfalaeiðar og aukinn stuðningur við fyrirtæki

Spurt og svarað um frestun afborgana og vaxta