Leiðbeiningar fyrir rafrænt greiðslumat
Hér finnur þú ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt er að nálgast rafrænt greiðslumat á vefnum okkar.
- Fyrsta sem þú gerir er að opna síðuna um rafrænt greiðslumat, hún heitir einfaldlega "Greiðslumat".
- Á þeirri síðu sérðu rauðan hnapp sem stendur á "Sækja um greiðslumat"
- Þá opnast nýr gluggi þar sem þú velur eina af þremur ástæðum greiðslumats
"Fasteignakaup"
"Endurfjármögnun"
"Önnur lán" - Næst skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum, ef þig vantar slík getur þú nálgast leiðbeiningar um hvernig þu öðlast rafræn skilríki með því að smella hér.
- Næsta skref er að velja hvort þú viljir sækja um greiðslumat sem "Einstaklingur" eða "Hjón eða sambúðarfólk".
- Þú þarft að samþykja 2 neðangreinda skilgreinda um kostnað greiðslumats og að þú hafir lesið skilmála umboðs.