Nýtt útlit fyrirtækjakorta
Stærstu breytingarnar við nýja kortið eru að eigandi kortsins fær nýtt kortanúmer, nýtt PIN og nýtt debetkort. Að auki bætist kennitala og nafn fyrirtækisins við á kortið sjálft, sem ekki var áður. Aðgreining einstaklings- og fyrirtækjakorta er því orðin enn meiri og þægindi aukast fyrir viðskiptavini. Árgjald og færslugjöld haldast óbreytt og því fylgir enginn aukakostnaður þessari breytingu.
- Virkja nýja kortið
Nýja kortið er lokað og þarf að virkja kortið í appi eða netbanka. Hægt er að skipta um PIN debetkorta í hraðbönkum Íslandsbanka.
- Snertilaus virkni
Hægt er að virkja snertilausa virkni í Íslandsbankaappinu og í kjölfarið að greiða með símanum eða snjallúrinu á fljótlegan og einfaldan hátt. Það er engin hámarksupphæð ef greitt er með snjalltæki. - Eldra kort
Eldra debetkorti verður lokað 23. mars 2022 og biðjum handhafa að virkja strax nýja kortið og henda gamla. Nýja kortið á nú þegar að birtast í appi og netbanka fyrirtækja. - Íslandsbankaappið
Í Íslandsbankaappinu getur þú skoðað allt tengt fyrirtækjakortinu þínu og fundið nýja PIN kortsins. Þú velur að skoða fyrirtækjanotanda í appinu til að skoða færsluyfirlit, frysta kortið eða greiða inn á kortið.