Persónuvernd


Meðferð persónuupplýsinga

Persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga eru mikilvægir þættir í starfsemi Íslandsbanka og bankinn tekur alvarlega þær skyldur sem þeim fylgja. Hér á eftir verður farið yfir hvernig bankinn fer með persónuupplýsingarnar þínar, t.d. hvernig þeim verður safnað, þeim miðlað, þær skráðar, unnar, varðveittar og hvernig öryggis þeirra er gætt þannig að það samræmist lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Einnig verður farið yfir á hvaða grundvelli persónuupplýsingarnar eru unnar, hver réttindi þín eru og hvernig þú hefur samband við okkur vegna meðferðar persónuupplýsinga. 

Kreditkort, Ergo og Kass.is eru hluti Íslandsbanka og þær upplýsingar sem hér fylgja eiga einnig við um vinnslu þessara eininga á persónuupplýsingum. Athugið að skilmálarnir gilda um vinnslu persónuupplýsinga einstaklinga og gilda því ekki um lögaðila.