Lokunarstyrkur og tekjufallsstyrkur


Lokunarstyrkur

Lokunarstyrkur er fyrir þá sem hefur verið gert að loka eða stöðva starfsemi t.d. sjúkraþjálfara, snyrtistofur, hárgreiðslustofur, líkamsræktarstöðvar, krár og skemmtistaði. Styrkirnir miðast ekki lengur við þrjá starfsmenn heldur miðast fjöldinn við fyrirliggjandi staðgreiðsluskilagreinar á lokunartímabili. Fjárhæð styrks getur hæst orðið 600.000 krónur á hvern launamann, sem starfaði hjá rekstraraðila í upphafi lokunartímabils, fyrir hverja 30 daga lokun. Tekið er við umsóknum til 30. júní 2021 en þó eigi síðar en þremur mánuðum eftir að lokunartímabili lýkur.

Sækja um hjá Skattinum

Tekjufallsstyrkur

Tekjufallsstyrkur er fyrir rekstrarkostaði vegna verulegs tekjusamdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. Skilyrði er að tekjur hafi verið a.m.k. 40% lægri á tímabilinu 1.4. til 31.10.2020 miðað við meðaltekjur á 7 mánaða tímabili á árinu 2019. Ef rekstraraðili hefur áður fengið lokunarstyrk þá er heimilt að draga þá fjárhæð frá tekjufallsstyrknum.

Ef tekjufall var 40-70%:

  • Allt að 400.000 krónur á mánuði fyrir hvert stöðugildi
  • Allt að 2 milljónir á mánuði á hvern rekstraraðila

Ef tekjufall var 70-100%:

  • Allt að 500.000 krónur á mánuði fyrir hvert stöðugildi
  • Allt að 2,5 milljónir á mánuði á hvern rekstraraðila

Nánari upplýsingar má finna á www.rsk.is