Hvernig tökum við fjármálaákvarðanir


Dagana 29. nóvember til 30. desember 2021 mun rannsóknarfyrirtækið Prósent senda viðskiptavinum Íslandsbanka könnun sem er hluti af rannsókn á því hvernig einstaklingar taka fjármálaákvarðanir. Rannsókninni er stýrt af Örnu Olafsson, lektor í fjármálahagfræði við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. 

Rannsóknin er fjármögnuð með rannsóknarstyrkjum frá Think Forward Initiative, Michigan Retirement Research Center (MRRC) og rannsóknarmiðstöðvar um lífeyrissparnað (PeRCent) við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. 

Kannanirnar eru sendar rafrænt á handahófskennt úrtak viðskiptavina. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál og Íslandsbanki mun tryggja að svör séu ekki rakin til einstaklinga. Engum persónuupplýsingum verður miðlað til þeirra sem að rannsókninni standa og starfsfólk Íslandsbanka mun sömuleiðis ekki hafa aðgang að þeim svörum sem eru gefin. Sjá persónuverndarstefnu Íslandsbanka