Aðrir erlendir sjóðir

Einstaklingar og fyrirtæki mega nú fjárfesta í erlendum verðbréfum án takmarkana. Við höfum langa reynslu af verðbréfaviðskiptum á erlendum mörkuðum og erum í samstarfi við stærstu eignastýringaraðila heims.


Við höfum langa reynslu af verðbréfaviðskiptum á erlendum mörkuðum og erum í samstarfi við stærstu eignastýringaraðila heims.

Við erum í samstarfi við þekkt erlend sjóðastýringarfyrirtæki og geta viðskiptavinir okkar fjárfest í erlendum sjóðum með milligöngu okkar.

Til viðbótar við sjóði Storebrand og Vanguard bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á að hafa milligöngu um fjárfestingu í sjóðum hjá eftirfarandi erlendum sjóðastýringarfyrirtækjum:

Nánari upplýsingar um þóknun vegna fjárfestinga í erlendum sjóðum veita ráðgjafar í verbréfa- og lífeyrisþjónustu í síma 440-4000. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið verdbref@islandsbanki.is

Ekki er mögulegt að eiga viðskipti með sjóði erlendra samstarfsaðila okkar í netbanka Íslandsbanka og þar af leiðandi ekki hægt að vera í reglubundinni áskrift að þeim.

Viðskiptapantanir skulu berast til Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu bankans  í gegnum netfangið verdbref@islandsbanki.iseða með því að hringja í síma 440-4000.

Líkt og með önnur verðbréf/sjóði þarf viðskiptavinur að eiga vörslureikning hjá bankanum ef ætlunin er að eiga viðskipti með sjóði erlendra samstarfsaðila.Gjaldeyrisreikning í sömu mynt og skráningarmynt sjóðsins sem kaupa skal þarf einnig að vera til staðar.

Ef vörslureikningur er ekki til staðar þá má stofna hann með einföldum hætti hér.
Ef gjaldeyrisreikningur er ekki til staðar má stofna hann hér.

Æskilegt er að í viðskiptafyrirmælum með erlenda sjóði komi fram hversu há kaupfjárhæðin skal vera í erlendri mynt.

Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Áhætta af fjárfestingu eykst ef fjárfestingin er fjármögnuð með lánsfé og ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða en þar er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættuþætti, fjárfestingarheimildir og notkun afleiðna. Fjárfestingarsjóðir hafa víðtækari fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir og geta því verið áhættusamari fjárfesting. Upplýsingar um sjóðina eru fengnar frá rekstrarfélagi hvers sjóðs.

Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem eru taldar áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast nákvæmni né réttmæti þeirra. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.

Gengisþróun og ávöxtun

Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hvers sjóðs.