Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Breyttar horfur kalla á lægri stýrivexti

Við spáum 25 punkta lækkun stýrivaxta við næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans þann 22. maí næstkomandi. Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 4,25% að nýju líkt og þeir voru fram á lokafjórðung síðasta árs.


Samantekt

  • Við spáum 25 punkta vaxtalækkun 22. maí

  • Stýrivextir verða 4,25%

  • 50 punkta lækkun vaxta ekki útilokuð

  • Verðbólguhorfur hafa batnað og verðbólguálag á markaði lækkað

  • Efnahagshorfur til skemmri tíma hafa dökknað talsvert

  • Frekari lækkun vaxta líkleg á komandi mánuðum

Við spáum 25 punkta lækkun stýrivaxta við næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans þann 22. maí næstkomandi. Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 4,25% að nýju líkt og þeir voru fram á lokafjórðung síðasta árs. Ekki er útilokað að peningastefnunefndin ákveði að taka stærra vaxtalækkunarskref nú, en við teljum þó líklegra að skrefin verði fleiri og smærri næsta kastið. Það kæmi okkur aftur á móti talsvert á óvart ef vextir yrðu ekki lækkaðir að þessu sinni enda er aðhald peningastefnunnar orðið hærra en efni standa til að mati okkar.

Stýrivaxtaspá maí 2019

Höfundur


Jón Bjarki Bentsson

Aðalhagfræðingur


Hafa samband