Það er gott að gefa sér nægan tíma við undirbúning starfsloka. Mikilvægt er að kynna sér vel alla króka og kima áður en ákvarðanir eru teknar um tilfærslur fjármuna á lífeyrisaldri, enda eru slíkar ákvarðanir ekki teknar til baka.
Ákveða þarf hvenær skuli sótt um greiðslur og hvernig þeim skuli hagað. Sömuleiðis er mikilvægt að vita fyrirfram hvaða áhrif tekjur munu hafa á skatta og eftir atvikum greiðslur Tryggingastofnunar, svo fáeitt sé nefnt.
Tímanum er því vel varið í vandaðan undirbúning og hér höfum við því tekið saman tékklista við starfslok, sem vonandi reynist vel í aðdraganda starfsloka.