Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Tapaðar Þjóðhátíðartekjur bakslag fyrir yngra Eyjafólk

Fyrr í júlímánuði var tekin sú ákvörðun að engin Þjóðhátíð verður haldin í Vestmannaeyjum þetta árið en hátíðin er ein helsta tekjulind íþróttastarfs í eyjunni fögru. Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri ÍBV hefur nefnt í fjölmiðlum að 60-70% af tekjum þeirra séu í „algjöru uppnámi“. Það liggur augum uppi að ÍBV mun verða af allmiklum tekjum þetta árið vegna ákvörðunar varðandi Þjóðhátíð en hversu veigamikil er sú tekjulind?