Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Vextir og verðbólga á niðurleið með lækkandi sól

Vaxtalækkun Seðlabankans um 0,25 prósentur í morgun var í samræmi við væntingar og spár. Stýrivextir eru nú 3,75% og útlit er fyrir frekari vaxtalækkun á seinni helmingi ársins. Verðbólgan mældist 3,3% í júnímánuði og hjaðnaði um 0,3% frá mánuðinum á undan.


Vaxtalækkun Seðlabankans um 0,25 prósentur í morgun var í samræmi við væntingar og spár. Stýrivextir eru nú 3,75% og útlit er fyrir frekari vaxtalækkun á seinni helmingi ársins. Þar skiptir ekki síst máli að verðbólga er tekin að hjaðna að nýju og líklegt er að talsverður slaki muni myndast í efnahagslífinu fyrir lok ársins. Verðbólgan mældist 3,3% í júnímánuði og hjaðnaði um 0,3% frá mánuðinum á undan. Líkur eru til að verðbólga verði komin undir 3,0% fyrir árslok.