Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Áfram þyngist pyngja landsmanna... en hægar

Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitala í september um 0,5% frá fyrri mánuði. Undanfarna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,2% og hefur árstakturinn ekki mælst lægri í níu ár.


Nokkuð hefur hægt á vexti kaupmáttar launa síðastliðna mánuði og útlit er fyrir að miklu vaxtaskeiði kaupmáttar launa sé lokið í bili. Hægari vöxtur kaupmáttar er ein meginástæða þess að við gerum ráð fyrir hægari vexti einkaneyslu á næstu árum.

Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitala í september um 0,5% frá fyrri mánuði. Undanfarna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,2% og hefur árstakturinn ekki mælst lægri í níu ár.