TEST Sparnaður fyrir þig

Það er mikilvægt að eiga fyrir góðu hlutunum í lífinu. Það er líka nauðsynlegt að búa sig undir óvænt útgjöld. Skráðu þig í reglubundinn sparnað og horfðu áhyggjulaus fram á veginn.

TEST Fjárhags­leg heilsa


Fjárhagsleg heilsa þín skiptir okkur máli. Þess vegna bjóðum við upp á fjölbreyttar sparnaðarleiðir sem henta þínum þörfum.

Ert þú að missa af 2% launa­hækkun?

Ert þú að missa af 2% launahækkun?

Séreignarsparnaður (viðbótarlífeyrir) er ein verðmætasta eign okkar við starfslok. Séreignarsparnaður er jafnframt ein hagkvæmasta sparnaðarleið sem völ er á.

Þú leggur 2–4% af mánaðarlaunum þínum í séreignarsparnað. Á móti leggur vinnuveitandi þinn til 2% mótframlag. Það jafngildir 2% launahækkun. Þannig er bæði einfalt og hagkvæmt að leggja fyrir til framtíðar.

Reglulegur sparnaður

Skráðu þig í reglubundinn sparnað í netbankanum

Með reglulegum sparnaði velur þú fasta upphæð sem leggst sjálfkrafa inn á sparnaðarreikning í hverjum mánuði eða fasta upphæð með mánaðarlegum kaupum í sjóði. Þú velur hvor aðferðin hentar þér og þínum sparnaðarmarkmiðum betur.

Þú velur upphæðina og inn á hvaða reikning sparnaðurinn á að fara í netbankanum þínum. Millifærslurnar eru sjálfvirkar svo sparnaðurinn sér um sig sjálfur. Þess vegna er reglubundinn sparnaður ein besta leiðin til að leggja fyrir.