Allt um kredit­kort


Hér getur þú fundið ýmsar upplýsingar um kortin okkar og gert samanburð til þess að finna rétta kortið fyrir þig.

Varst þú að fá nýtt kort?


Hér finnur þú ýmsar hagnýtar upplýsingar um kreditkortin okkar.

Fyrirtækjakreditkort


Með viðskiptakortum Íslandsbanka færð þú betri yfirsýn yfir innkaup fyrirtækisins, minnkar utanumhald og eykur hagræði í rekstri með lækkun kostnaðar og aukinni kostnaðarvitund. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval Mastercard kreditkorta fyrir fyrirtækið þitt.

Aukakort


Þú getur sótt um aukakort á vörusíðu kortsins sem þú hefur áhuga á.

Með því að vera með aukakort greiðir þú helmingi lægra árgjald heldur en af nýju aðalkorti en færð sömu fríðindi og gilda á aðalkorti. Aðal- og aukakorthafi safna saman upp í veltuviðmið árgjaldsafsláttar (og veltuviðmið viðbótarpunkta á Icelandair Premium kortinu). Einnig er utanumhald með aðal- og aukakorti einfaldara þar sem einungis er gefinn út einn reikningur stílaður á aðalkorthafa.

Fríðindi og tryggingar


Viðskiptavinir Íslandsbanka fá sérsniðin endurgreiðslutilboð frá fríðindakerfinu Fríðu í Íslandsbankaappinu.

Ferðatryggingar kreditkorta eru mismunandi og fara eftir tegund korts. Við bendum korthöfum á að kynna sér tryggingaskilmála korta vel.

Kortaskipti


Nú er komið að því að skipta út eldri kortum sem ekki eru lengur í boði. Árið 2012 sameinaðist Kreditkort Íslandsbanka og hefur vöruframboð verið sameiginlegt síðan 2018. Hér neðar finnur þú upplýsingar um hvað þessi breyting felur í sér.