VSK skil

Mögulegt er að skila virðisaukaskattskýrslum rafrænt og greiða þær í gegnum Netbanka. Þetta á bæði við um einstaklinga sem nota Netbankann og fyrirtæki sem nota Fyrirtækjabankann.

  • VSK skýrslu skilað rafrænt
  • Mögulegt að greiða strax
  • Mögulegt að velja greiðsludag síðar
  • Skil villuprófuð
  • Álag og greiðsla reiknuð
  • Eldri skýrslur aðgengilegar
  • Veflykill varðveittur í Fyrirtækjabankanum

Skil á VSK-skýrslum veita aukin þægindi og yfirsýn, þar sem mögulegt er að nálgast eldri skýrslur. Þá eru skýrslurnar villuprófaðar sem lágmarkar hættu á mistökum og eykur öryggi enn frekar.

Fyrstu skil og veflykill

VSK-númer sem skráð eru á kennitölu birtast, séu þau fleiri en eitt. Áður en hægt er að skila í fyrsta skipti þarf að sækja um veflykil sem er síðan geymdur í Fyrirtækjabankanum. Fyrirtæki og einstaklingar sem áður hafa skilað á netinu í gegnum Vefskil Ríkisskattstjóra geta skráð sinn veflykil og vistað hann þannig.

Skila og greiða

Eftir að veflykill er skráður er VSK skýrsla fyllt út og henni skilað. Þá birtast upplýsingar um álag og hvað sé til greiðslu. Þá verður sjálfkrafa til krafa í Fyrirtækjabankanum sem hægt er að greiða strax eða velja greiðsludagsetningu fram í tímann. Krafa Ríkisskattstjóra rennur út kl. 21.00 á eindaga kröfunnar. Þá fellur hún niður og það er ekki hægt að velja greiðsludag eftir eindaga kröfunnar. Í lok skila er einnig hægt að skoða kvittun frá RSK, þessi kvittun er alltaf aðgengileg undir yfirliti eldri skila.

Yfirlit yfir eldri skil

Hægt er að skoða skýrslur sem búið er að skila í gegnum Netbankann aftur í tímann. Aðgerðin er staðsett undir Greiðslur > VSK skil (skilahluti) og Yfirlit > VSK skil (yfirlitshluti).

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall