Um Fyrirtækjabankann

Fyrirtækjabankinn er sérsniðinn netbanki að þörfum fyrirtækja. Þar er hægt að stunda öll helstu bankaviðskipti og nálgast fjárhagsleg yfirlit og upplýsingar sem fyrirtækið þarf á að halda. Einnig er hægt að tengja bókhaldskerfi beint við Fyrirtækjabankann og auðvelda þannig alla daglega vinnslu.

Kynningarmyndband

Ný Mín síða

Mín síða

Á „Minni síðu“ birtist staða þeirra innlánsreikninga og kreditkorta sem notandi hefur aðgang að ásamt lista yfir ógreidda reikninga sem hægt er að raða eftir eigin höfði.

 • Greinargóð sýn á stöðu þeirra reikninga sem notandinn hefur aðgang að
 • Greiðsla reikninga, innborgun á kort og millifærslur beint á Minni síðu
 • Fyrirtækjabankinn er á íslensku og ensku

Stöðuyfirlit

Gefur stjórnendum fyrirtækja greinargóða sýn á fjárhagsstöðu fyrirtækisins.

 • Á fyrsta þrepi getur fjármálastjóri fyrirtækisins séð yfirlit yfir öll innlán, útlán og kreditkort hjá Íslandsbanka á einum stað
 • Á öðru þrepi er hægt að skoða sundurliðun einstakra flokka eftir inn- og útlánum
 • Á þriðja þrepi opnast nánari upplýsingar um einstök lán og reikninga ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum
 • Auðvelt er að taka út í Excel-skjali yfirlit yfir stöðuna sem er hægt að vinna með eða færa yfir í bókhaldskerfi eftir þörfum
 • Allar stöður og upplýsingar miðast við lok síðasta bankadags
Ný Mín síða

Áramótayfirlit fyrir endurskoðendur

Áramótayfirlitið er þróað í samstarfi við endurskoðendur. Yfirlitið gefur greinargóða sýn á allar fjárhagslegar upplýsingar sem bankinn á um fyrirtækið.
Yfirlitið er með upplýsingar um:

 • Stöðu á öllum bankareikningum
 • Verðbréf í vörslu Íslandsbanka
 • Stöðu allra skulda (aðrar en yfirdráttur)
 • Kreditkort
 • Ábyrgðir eða skuldbindingar vegna þriðja aðila
 • Alla afleiðusamninga
 • Alla prókúruhafa bankareikninga
 • Aðgang að Netbanka
   

Innheimtuþjónusta

Skilvís, innheimtuþjónusta Íslandsbanka, er sérstaklega hönnuð með
hliðsjón af þörfum fyrirtækja.
 • Auðvelt að stofna, breyta og fella niður kröfur
 • Einfalt í Fyrirtækjabanka
 • Innheimtuskrá beint úr bókhaldskerfi
 • Yfirlit innheimtukrafna
 • Milliinnheimta

Greiðsluaðgerðir í Fyrirtækjabanka

 • Greiðslur í millifærslum eða greiðsluskrá
 • Greiðslur fram í tímann
 • Endurnýttar greiðsluskrár
 • Launagreiðslur, VSK og staðgreiðsla
 • Sending skilagreina

Erlend viðskipti

 • Greiðsla erlendra reikninga
 • Upplýsingar vistaðar um þekkta erlenda viðtakendun
 • Kvittun til viðtakenda á fjölmörgum tungumálum
 • Hægt að greiða af gjaldeyrisreikningum og reikningum í íslenskum krónum
 • Greiðsluskrá úr bókhaldskerfi
 • Væntanlegar erlendar greiðslur sýnilegar
 • Yfirlit reikninga í erlendum bönkum

Samþykktarferli fyrir greiðslur

 • Starfsmaður skráir greiðslu inn í Fyrirtækjabankann
 • Að minnsta kosti einn eða tveir starfsmenn fara yfir greiðsluna og samþykkja hana eða hafna
 • Þegar báðir hafa samþykkt gengur greiðslan í gegn
 • Hægt er að skoða aftur í tímann hver samþykkti greiðslur

Aðgangsstýring

 • Hægt er að bjóða starfsmönnum aðgang að þeim aðgerðum sem varða starf þeirra en loka á aðra þætti sem þeir þurfa ekki að fylgjast með
 • Einn aðili fyrirtækisins er skilgreindur sem aðgangsstjóri og getur hann gefið starfsfólki aðgang inni í Fyrirtækjabankanum sínum
 • Aðgangsstjóri getur líka lokað fyrir aðgang starfsmanna ef þeir láta af störfum eða fara í frí

Kynning á Aðgangsstýringu og stillingum

Rafræn birting gagna

Launaseðlar og fleiri gögn sem eru send á kennitölur viðtakenda eru send með öruggum hætti inn í Rafræn skjöl í netbönkum viðtakenda.
 • Aukið öryggi í samskiptum
 • Sparnaður á prent- og póstkostnaði
 • Hýsing gagna í að minnsta kosti 7 ár
 • Umhverfisvæn meðferð gagna

Vefþjónusta

Vefþjónusta Íslandsbanka er rafræn tenging Fyrirtækjabankans og bókhaldskerfa. Með tengingunni einfaldast verulega vinna við tilfærslu gagna á milli Fyrirtækjabankans og bókhaldskerfanna.

 • Rafrænn flutningur gagna tryggir að upplýsingar flytjast örugglega rétt milli kerfa
 • Samtímaupplýsingar um fjárhagsstöðu fyrirtækisins aðgengilegar beint í bókhaldskerfi
 • Aðgerðatími og vinnuferlar styttast
 • Einfaldara bókunar- og staðfestingarferli
 • Betri nýting starfsfólks, hagkvæmari tímaráðstöfun, aukin afköst
 • Með fullnýttum sjálfvirkniaðgerðum má bæta fjárstreymi fyrirtækisins
 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall