Staðgreiðsla skatta

Skil á staðgreiðslu skatta í Fyrirtækjabankanum veita aukin þægindi og yfirsýn. Við skráningu eru upplýsingar villuprófaðar sem dregur úr hættu á innsláttarvillum. Einnig er hægt að nálgast eldri skýrslur á vefnum sem hafa verið sendar inn í gegn um Fyrirtækjabankann.

Kostir

  • Staðgreiðslunni skilað rafrænt
  • Krafa verður til sjálfkrafa í Fyrirtækjabankanum
  • Mögulegt að greiða strax eða setja greiðslubeiðni fram í tímann (þó ekki lengur en eindaga kröfunnar)
  • Skil villuprófuð
  • Eldri skýrslur aðgengilegar í Fyrirtækjabankanum
  • Betra yfirlit yfir skattgreiðslur og rekstur

Fyrstu skil og veflykill

Áður en hægt er að skila staðgreiðslu í fyrsta skipti þarf að sækja um veflykil hjá RSK. Veflykillinn er síðan skráður inn í Fyrirtækjabanka Íslandsbanka og geymdur þar. Skráning veflykils er gerð í fyrsta skipti sem þjónustan er notuð undir Greiðslur > Ríkisskattstjóri> Staðgreiðsla. Fyrirtæki og einstaklingar sem áður hafa skilað staðgreiðslu á vefsvæði Ríkisskattstjóra nota sama veflykilinn.

Skila og greiða

Eftir að veflykill er skráður eru upplýsingar um launþega skráðar inn. Í kjölfarið verður til skilagrein sem þarf að fara yfir og skila. Þá verður sjálfkrafa til krafa í Fyrirtækjabankanum sem hægt er að greiða strax eða velja greiðsludagsetningu fram í tímann. Krafa Ríkisskattstjóra rennur út kl. 21.00 á eindaga kröfunnar. Þá fellur hún niður og það er ekki hægt að velja greiðsludag eftir eindaga kröfunnar. Í lok skila er einnig hægt að skoða kvittun frá RSK, þessi kvittun er alltaf aðgengileg undir yfirliti eldri skila.

Yfirlit yfir eldri skil

Hægt er að skoða eldri skil í Netbankanum: Undir Yfirlit > Ríkisskattstjóri> Staðgreiðsla. Þar er hægt að leita eftir tímabili staðgreiðslu eða dagsetningu sem skilin voru skráð. Þá eru aðgengilegar ítarlegar upplýsingar um hver skil ásamt móttökukvittun RSK.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall