Vildarþjónusta

Til að koma til móts við trygga viðskiptavini og umbuna þeim fyrirtækjum sem nýta sér heildarþjónustu bankans býður Íslandsbanki Fyrirtækjavild.*

Fyrirtækjavild skiptist í þrjú stig eftir umfangi viðskipta hjá Íslandsbanka; Vild, Gullvild og Platínum. Þjónustan er sniðin að þörfum fyrirtækja og aukast fríðindin eftir því sem meiri viðskipti eru hjá Íslandsbanka.

Kostir

  • Betri kjör
  • Hærra þjónustustig
  • Heildaryfirsýn yfir fjármálin í Fyrirtækjabankanum
  • Afsláttur af þjónustugjöldum og árgjöldum viðskiptakorta

*Nauðsynlegt er að viðskiptavinir standist almennar lánareglur.

Platínum

Platínumvild er heildarþjónusta sniðin að þörfum fyrirtækja sem hafa mikil fjárhagsleg umsvif og þurfa mikla og fjölbreytta þjónustu.

Gullvild

Til að njóta kosta Gullvildar þarf fyrirtæki að velta a.m.k. 30 milljónum á ári á veltureikningi og nýta fimm þjónustuþætti að auki. þó er fyrirtæki gjaldgengt í þjónustuna ef útlán þess hjá Íslandsbanka eru yfir 30 milljónum króna eða innlán yfir 6 milljónum króna.

Vild

Vild er sniðin að þörfum minni fyrirtækja sem þurfa ekki á mjög umfangsmikilli umsýslu að halda. Til að njóta kosta Vildar þarf fyrirtæki að hafa veltureikning hjá Íslandsbanka og þrjá aðra þjónustuþætti.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall