Neyðarþjónusta

Fyrir korthafa allan sólarhringinn jafnt innanlands sem erlendis.

Þegar snurða hleypur á þráðinn á ferðalögum erlendis er SOS kortið, auk ferðaslysatryggingar einn allra veigamesti þátturinn í víðtækri þjónustu Íslandsbanka við korthafa sína.

SOS International

SOS International er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í neyðarhjálp við ferðamenn, og veitir fyrirtækið neyðarþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hvar sem er og hvenær sem er veitir SOS kortið korthafanum aðgang að margvíslegri neyðarþjónustu; læknishjálp og peningaaðstoð, jafnvel þótt allir pappírar – peningar, kort og skilríki séu glötuð.

Spurt og svarað

Opna allt

Íslandsbanki gefur út neyðarkort SOS þar sem er að finna öll þau símanúmer sem nauðsynlegt er að hafa við höndina komi eitthvað upp á. Tvö slík kort fylgja með öllum kortum og mælt með því að hafa eitt kort í veskinu og annað í t.d. ferðatöskunni eða á hótelinu.

Neyðarkortið veitir í megindráttum rétt til fernskonar aðstoðar án aukakostnaðar:

  • SOS gefur góð ráð símleiðis ef vanda ber að höndum.
  • SOS hefur samband við sjúkrahús og leggur fram ábyrgð fyrir kostnaði ef þörf krefur.
  • SOS aðstoðar við og greiðir sjúkraflutninga ef vátryggður slasast eða veikist alvarlega erlendis. Jafnframt er veitt aðstoð við flutning vandamanna í slíkum tilfellum.
  • SOS veitir tímabundið peningalán til greiðslu sjúkra- og lögfræðikostnaðar.

Allir korthafar okkar hafa aðgang að neyðarþjónustunni fyrir sig og maka (sambýlismaka) óháð því hvort greitt er fyrir ferð þeirra með korti eða ekki.

Börn þeirra, 22 ára og yngri, njóta einnig aðstoðar SOS, þegar þau eru á ferð með foreldrum sínum (hjónum eða sambýlisfólki), ef annað/báðir eru korthafar, t.d. með aðal- og aukakort.

Þú getur nálgast SOS spjaldið í næsta útibú okkar eða óskað eftir að fá það sent í pósti.

Neyðarsímanúmerið er fyrir MasterCard s: 533 1400 og VISA s. 525 2000. Opið er allan sólarhringinn allan ársins hring.
Starfsmenn okkar sjá um alla svörun í neyðarsíma okkar. Því er það íslenskumælandi starfsmaður sem aðstoðar þig í neyð og aðstoðar þig síðan með mál þitt áfram ef þörf þykir til SOS neyðarþjónustufyrirtækisins.

Íslandsbanki vaktsími
(+354) 440 4000

MasterCard neyðarsími
(+354) 533 1400

VISA neyðarsími
(+354) 525 2000

Vátryggingarfélag Íslands hf.
(+354) 560 5000
Vefsíða: www.vis.is

SOS International, Kaupmannahöfn
(+45) 7010 5050

Strategic Insurance Service Ltd.
(+44) (0)20 3551 6633
Netfang: info@strategicins.co.uk
Vefsíða: www.strategicins.co.uk

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall