Innkaupakort

Innkaupakort er afar hentugt við kaup á rekstrarvörum og þjónustu. Beiðnakerfi og önnur fyrirhöfn heyrir nú sögunni til. Korthafi þarf ekki sérstakt leyfi til að kaupa rekstrarvörur eða fylla á fyrirtækisbílinn.

Kostir

 • Aukin hagræðing
 • Lengri greiðslufrestur
 • Auðveldari útgjaldastýring
 • Rauntímayfirlit yfir útgjöld
 • Aðgangur að færslum á netinu
 • Sparnaður við umsýslu reikninga
 • Færslur rafrænt í bókhald
 • Árgjald kortsins er 2.000 kr

Lengri greiðslufrestur

Greiðslufrestur er til 25. dags næsta mánaðar sem er lengri frestur en vegna annarra greiðslukorta eða almennra reikningsviðskipta.

Einstök yfirsýn yfir útgjöld

Hægt er að skoða allar færslur á netinu. Þannig má skoða útgjöld fyrirtækis og flokka þau niður á korthafa, deildir, stað, stund og söluaðila.

Rafrænar færslur í bókhald

Með því að færa færslur rafrænt í bókhald nýtast rafrænar upplýsingar frá söluaðila. Ekki þarf að margskrá sömu upplýsingarnar.

Dæmi um útgjöld sem fyrirtæki setja á Innkaupakort

 • Þjónustusamningar vegna tölva, tækja eða sorphirðu
 • Rekstrarvörur fyrir mötuneyti eða skrifstofu
 • Fastir reikningar vegna rafmagns eða hita
 • Áskrift að dagblöðum og tímaritum
 • Smáinnkaup, veitingar fyrir fundi, bensín, matur á ferðalögum
 • Athugið að ekki er möguleiki að nota Innkaupakortin til úttektar í hraðbönkum eða hjá gjaldkerum.

Tengt efni

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall