Skilmálar Vildarþjónustu

  1. Almennt
  2. Meðlimir
  3. Söfnun Íslandsbankapunkta
  4. Fyrning Íslandsbankapunkta
  5. Innlausn punkta
  6. Úrsögn úr Vildarþjónustu
  7. Ýmislegt

1. Almennt

1.1. Vildarþjónusta Íslandsbanka er tryggðarkerfi fyrir skilvísa viðskiptavini Íslandsbanka þar sem viðskiptavinum er umbunað fyrir fjölbreytt umsvif viðskipta við Íslandsbanka.

1.2. Vildarklúbburinn hóf göngu sína 8. maí 2007. Vildarklúbbur og Vildarþjónusta sameinuð 11. október 2013.

2. Meðlimir

2.1. Virkir viðskiptavinir í Vildarþjónustu Íslandsbanka.

2.1.1. Virkir viðskiptavinir uppfylla almenn skilyrði í Vildarþjónustu Íslandsbanka með lágmarksfjölda skilyrta þjónustuþátta, þar af er gerð krafa um launareikning, kreditkort innlán/ eða útlán og virkan Netbanka.

2.2. Aðeins einstaklingar geta skráð sig í Vildarþjónustu Íslandsbanka en ekki fyrirtæki eða stofnanir.

3. Söfnun Íslandsbankapunkta

3.1. Viðskiptavinir safna Íslandsbankapunktum með því að vera í fjölbreyttum viðskiptum við Íslandsbanka og með virkt Vildarþjónustukreditkort (sjá nánar í 4.1.2.1.)

3.1.1. Skilyrði er að vera í einni af vildarþjónustum Íslandsbanka.

3.1.2. Hver viðskiptavinur getur aðeins haft einn punktareikning opinn og ekki er hægt að sameina punktareikninga til að hækka heildarpunktafjölda.

3.1.3 Sambýlisfólk og hjón geta uppfyllt þessi skilyrði í sameiningu en geta þá bara verið með einn Vildarþjónustureikning saman.

3.1.4 Punktar safnast af innlendri notkun Vildarþjónustukortins

3.1.5 Notkun Vildarþjónustukortsins þarf að vera að lágmarki 20 þúsund krónur á mánuði til að safna Íslandsbankapunktum fyrir aðild að Vildarþjónustu og kreditkortanotkun.

3.1.6 Til þess að fá Íslandsbankapunkta fyrir Eignastýringu og Einkabanka þarf að vera í virkri Eignastýringar- eða Einkabankaþjónustu.

3.1.8 Veittir eru punktar fyrir viðbótarlífeyrissparnað hjá Lífeyrisþjónustu Íslandsbanka.

3.1.8.1 Íslandsbanki áskilur sér rétt til að bakfæra greiðslu í formi Íslandsbankapunkta sem veittir eru fyrir flutning séreignarsparnaðar til Lífeyrisþjónustu Íslandsbanka sé sparnaðurinn færður aftur frá Íslandsbanka innan tveggja ára.

3.2 Punktastaða er reiknuð mánaðarlega og er þá athuguð viðskiptastaða meðlima við Íslandsbanka og samstarfsaðila klúbbsins.

3.2.1. Íslandsbanki hefur heimild til að endurreikna punkta ákveðins tímabil ef upp koma skil á vöru til söluaðila eða annarrs konar bakfærslur.

3.3 Punktastaða er birt á punktayfirliti meðlima í Netbanka Íslandsbanka.

4. Fyrning Íslandsbankapunkta

4.1. Ónýttir punktar fyrnast fjórum árum eftir að þeirra er aflað en fyrning er ávallt framkvæmd í lok árs.

4.1.1. Innleystir punktar eru ávallt þeir elstu hverju sinni.

4.1.2. Ef viðskiptavinur ávinnur sér 10.000 punkta á ári frá 2007 til 2010 en innleysir aðeins 5.000 punkta á sama tímabili munu 5.000 punktar frá árinu 2007 fyrnast þann 31. desember 2011.

4.2. Punktarnir eru eign Íslandsbanka þar til punktainnlausn á sér stað og áskilur Íslandsbanki sér rétt til þess að taka til sín uppsafnaða punkta ef viðskiptavinur Vildarþjónustu er óvirkur í meira en sex mánuði án sýnilegrar ástæðu eða ef viðskiptavinur Vildarþjónustu hefur hætt viðskiptum við Íslandsbanka.

5. Innlausn punkta

5.1. Viðskiptavinir Vildarþjónustu verða að vera virkir og skilvísir viðskiptavinir Íslandsbanka þegar punktainnlausn á sér stað.

5.1.1. Til að vera virkur viðskiptavinur þarf að uppfylla skilyrði Vildarþjónustu Íslandsbanka með lágmarksfjölda þjónustuþátta.

5.2. Punktainnlausn er framkvæmd í Netbanka Íslandsbanka en einnig geta ráðgjafar aðstoðað við punktainnlausn.

5.2.1. Einungis viðskiptavinir Vildarþjónustu geta innleyst Íslandsbankapunkta í eigin þágu.

5.3. Íslandsbankapunktum má ráðstafa í vöru úr vörulista Vildarþjónustu á punktaverði sem gefið er upp hverju sinni. Vörulistann má finna í Netbanka Íslandsbanka.

5.3.1. Fjárhagsleg endurgreiðsla í peningum á sér einu sinni á ári. Hægt er að óska eftir peningainnlausn í febrúar ár hvert og er upphæðin borguð út næsta virka dag.

5.3.2. Hvorki Íslandsbanka né samstarfsaðilum Vildarþjónustu er heimilt að skipta vöru vörulistans í pening, óski meðlimur Vildarþjónustu þess, heldur á fjárhagsleg endurgreiðsla sér stað einungis einu sinni á ári.

5.3.3. Punktainnlausn með öðru sniði en endurgreiðslu er hægt að framkvæma hvenær sem hentar viðskiptavini og samkvæmt útfærslum Íslandsbanka hverju sinni.

5.3.4. Íslandsbanki áskilur sér rétt til þess að breyta bæði vöru og verði vörulistans hvenær sem er.

5.3.5. Afslættir og aðrir söluhvatar eru ávallt innifaldir í verði vörulistans og skulu ekki reiknaðir til viðbótar því verði sem vörulistinn segir til um.

6. Úrsögn úr Vildarþjónustu

6.1. Viðskiptavinir geta hætt í viðskiptum hvenær sem þeim er.

6.2. Íslandsbanki áskilur sér rétt til uppsagnar viðskiptavina úr Vildarþjónustu og fella úr gildi punktasöfnun ef Íslandsbanki getur sýnt fram á brot á reglum þjónustunnar, reglum um meðferð greiðslukorta eða öðrum reglum sem tengjast starfsemi Vildarþjónustunnar og hans samstarfsaðilum.

7. Ýmislegt

7.1. Íslandsbanki áskilur sér rétt til þess að breyta fyrirkomulagi og skilyrðum Vildarþjónustunnar hvenær sem er. Íslandsbanki áskilur sér líka rétt til þess að binda endi á Vildarþjónustuna með tilkynningu á vef bankans ef upp koma óyfirstíganlegar og óviðráðanlegar aðstæður, þar með talinn réttur viðskiptavina til að innleysa punktasöfnun sína.

7.2. Íslandsbanki er ekki á neinn hátt ábyrgur fyrir vöru samstarfsaðila Vildarþjónustu. Ef upp koma deilumál varðandi frammistöðu keyptrar vöru skulu viðskiptavinir eiga það beint við söluaðila vörunnar án milligöngu Íslandsbanka.

7.3. Ábendingar eða kröfur, ef einhverjar, skulu sendar skriflega til Markaðssviðs Íslandsbanka, Kirkjusandi, 155 Reykjavík innan mánaðar eftir að upp kemur deilumál. Íslandsbanki tekur afstöðu til allra ábendinga eða krafna innan 14 daga eftir að þær berast og skal afstaða Íslandsbanka vera endanleg og óáfrýjanleg.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall