Spurt og svarað

Spurt og svarað - Vildarþjónusta Íslandsbanka

Opna allt

Það eru margvíslegar leiðir til að safna Íslandsbankapunktum en þú þarft ekki að gera neitt aukalega. Þú færð punkta fyrir það eitt að vera Vildarþjónustu Íslandsbanka, nota kreditkort og vera í fjölbreyttum viðskiptum við bankann og VIB. Söfnunin fer stighækkandi eftir umfangi viðskipta þinna. Nánar um söfnun Íslandsbankapunkta í skilmálum Vildarþjónustunnar.

Punktastöðu má ávallt sjá í Netbanka Íslandsbanka. Þar er hægt að skoða yfirlit yfir uppsafnaða punkta. Einnig getur þú nálgast upplýsingar um punktastöðu í útibúi þínu eða í þjónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000.

Íslandsbankapunkta er hægt að innleysa með margvíslegum hætti í Netbanka Íslandsbanka, svo sem með endurgreiðslu í peningum í maí og desember ár hvert. Einnig er hægt að auka virði punktana enn frekar með því að breyta þeim í ferðaávísun, Vildarpunkta Icelandair, góðgerðarmál, verðtryggðan bundinn sparnað eða vöruúttekt hjá samstarfsaðilum Vildarþjónustunnar. Ferðaávísun gildir í tvö ár eftir að hún er keypt. Í stað þess að fá senda Ferðaávísun er einnig hægt að láta leggja andvirði hennar inn á kreditkort, að því gefnu að búið sé að kaupa ferð með viðkomandi korti hjá tilgreindum samstarfsaðilum ferðaávísunar og að innan við þrír mánuðir eru liðnir frá því að ferðin var keypt. Þú þarft að vera virkur viðskiptavinur í Vildarþjónustu Íslandsbanka til að geta innleyst punkta þína og kreditkort Vildarþjónustunnar verður að vera í notkun. Þú innleysir Íslandsbankapunkta þegar þér hentar en endurgreiðslu í formi peninga er hægt að fá í maí og desember ár hvert.

Virði Íslandsbankapunkta kemur í raun í ljós þegar þeim er ráðstafað því ávallt eru ákveðin tilboðskjör á punktainnlausn. Til dæmis gæti 60.000 Íslandsbankapunktum verið breytt í 34 þúsund kr. ferðaávísun, 35.000 Vildarpunkta Icelandair eða 32 þúsund kr. útborgun í peningum svo dæmi sé tekið. Ávallt verður hægt að fylgjast með virði Íslandsbankapunkta í Netbanka Íslandsbanka.
Ónýttir punktar fyrnast fjórum árum eftir að þeim er aflað en ávallt í lok hvers ár. Þannig munu punktar sem aflað er í júlí 2009 ekki fyrnast fyrr en 31. desember 2013. Einnig áskilur Íslandsbanki sér rétt til þess að taka til sín punkta ef engin hreyfing er á punktasöfnun þinni í meira en sex mánuði án sýnilegrar ástæðu. Þetta er vegna þess að þú safnar punktum fyrir það eitt að vera virkur viðskiptavinur Íslandsbanka og ef engin söfnun á sér stað yfir langan tíma þá er litið svo á að þú sért ekki lengur virkur viðskiptavinur.

Hægt er að safna Íslandsbankapunktum með notkun á völdum MasterCard kortum og Íslandsbanka American Express kortinu. Kreditkortið safnar aðeins punktum Vildarþjónustunnar en ekki öðrum fríðindum, svo sem ferðaávísun eða punktum hjá Icelandair. Ferðaávísun og punkta hjá Icelandair er hins vegar hægt að kaupa fyrir Íslandsbankapunkta. Allar nánari upplýsingar um kortin er að finna á http://www.islandsbanki.is/einstaklingar/kort/

Tryggingar korta Vildarþjónustunnar eru þær sömu og á öðrum sambærilegum kortum. Sem dæmi eru sömu tryggingar á bak við gullkort Vildarþjónustu og annarra gullkorta. Almenn kreditkort geta verið með grunntryggingum, gullkort eru með góðum ferðatryggingum og platínumkort eru með víðtækum og öflugum ferðatryggingum. Nánari upplýsingar um ferðatryggingar kreditkorta má finna á vef Sjóvá og á vef Íslandsbanka.

Þú heldur áfram að eiga þinn punktareikning hjá Icelandair. Eina breytingin er sú að í stað þess að safna Vildarpunktum Icelandair með kreditkortanotkun þinni þá safnast Íslandsbankapunktar í staðinn. Íslandsbankapunktum er síðan hægt að breyta í Vildarpunkta Icelandair. Munurinn er sá að í Vildarþjónustu Íslandsbanka safnar þú fyrst punktum og ákveður svo hvernig þú vilt ráðstafa þeim, allt eftir eigin hentugleika.

Vildarþjónusta Íslandsbanka er tryggðarkerfi fyrir viðskiptavini Íslandsbanka þar sem viðskiptavinum er umbunað fyrir fjölbreytt umsvif viðskipta við Íslandsbanka.  

Það kostar ekkert að vera í Vildarþjónustu Íslandsbanka.

Þú getur skráð þig á vef Íslandsbanka, með því að hringja í þjónustuver í síma 440 4000 eða með því að hafa samband við ráðgjafa þinn í útibúi Íslandsbanka.
Til þess að vera í Vildarþjónustu Íslandsbanka þarftu að vera með virkan launareikning og Netbanka hjá Íslandsbanka, auk annarra þjónustuþátta að eigin vali. Mökum nægir að uppfylla þessi skilyrði í sameiningu en geta þá ekki verið með bæði í Vildarþjónustunni með sinn hvorn punktareikninginn. Til þess að vera með eigin punktareikning þarf að uppfylla skilyrðin upp á eigin spýtur.
Vildarþjónustan er eingöngu fyrir viðskiptavini Íslandsbanka og því þarft þú að flytja bankaviðskipti þín til Íslandsbanka. Þú sækir um á vefnum og við sjáum um framhaldið.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall