Fastvaxtareikningur

Fastvaxtareikningur er bundinn óverðtryggður innlánsreikningur. Hægt er að stofna Fastvaxtareikning í Netbanka og útibúum Íslandsbanka.

Helstu kostir

  • Óverðtryggður innlánsreikningur
  • Innstæða bundin í 1, 3, 6 eða 12 mánuði
  • Aðeins leyfð ein innborgun - Lágmarksinnborgun 100 þús. krónur
  • Leggja þarf inn á reikninginn sama dag og hann er stofnaður 
  • Fastir vextir út binditímann
  • Vextir lagðir við höfuðstól mánaðarlega og ávallt lausir til útborgunar

Við stofnun reiknings tilgreinir viðskiptavinur ráðstöfunarreikning og að binditíma loknum ráðstafast innstæða sjálfkrafa inn á tilgreindan ráðstöfunarreikning.

Vextir á ársgrundvelli við nýstofnun*

  • 1 mánuður 2.8% vextir*
  • 3 mánuðir 3.65% vextir*
  • 6 mánuðir 3.75% vextir*
  • 12 mánuðir 3.95% vextir*

*Vextir á ársgrundvelli skv. gildandi vaxtatöflu.

Til baka

Skilmálar

Stofnun reiknings
Reikningurinn er stofnaður í útibúi Íslandsbanka eða Netbanka Íslandsbanka. Um leið og reikningur er stofnaður er valinn ráðstöfunarreikningur sem tekur á móti innstæðu reikningsins og vöxtum hans í lok binditíma.

Bæði einstaklingar og lögaðilar mega stofna Fastvaxtareikning. Lögráðamenn geta stofnað reikninginn fyrir hönd ólögráða.

Innborgun
Lágmarksinnborgun við stofnun reiknings er 100.000 kr. Eingöngu er hægt að leggja inn á reikninginn einu sinni, þ.e. við stofnun reiknings.

Binditími
Innstæða á Fastvaxtareikningi er ávallt bundin til ákveðins tíma. Hægt er að velja á milli 1, 3, 6 eða 12 mánaða binditíma sem gildir frá stofnun reiknings. Á binditíma er ekki hægt að taka út höfuðstól reikningsins en greiddir vextir að frádregnum fjármagnstekjuskatti eru ávallt lausir til úttektar. Á binditíma er ekki hægt að breyta eða segja upp reikningnum.

Útborgun
Þegar binditíma lýkur er innstæða og áunnir vextir flutt á ráðstöfunarreikning sem reikningseigandi tilgreinir við stofnun reiknings og Fastvaxtareikningnum lokað. Ef reikningseigandi verður lögráða á binditíma, skal einungis heimilt að tilgreina ráðstöfunarreikning sem er í eigu hans sjálfs.

Þóknanir
Bankinn innheimtir engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða þóknanir.

Vaxtatímabil
Vaxtatímabilið er frá fyrsta til síðasta dags hvers mánaðar og eru vextir færðir á höfuðstól um mánaðarmót.

Kjör
Fastvaxtareikningur er bundinn óverðtryggður innlánsreikningur með föstum vöxtum. Að öðru leyti eru kjör á reikningum til nýstofnunar háð ákvörðun bankans hverju sinni. Sjá nánar í Vaxtatöflu Íslandsbanka. Þegar innstæða færist á ráðstöfunarreikning við lok binditíma reiknast þeir vextir sem þeim reikningi fylgja á hverjum tíma.

Annað
Um stofnun Fastvaxtareiknings og meðferð gilda m.a. auk framanritaðs lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti, lögræðislög og önnur ákvæði laga um meðferð fjármuna lögaðila eins og við á hverju sinni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall