Séreignarsparnaður - skattfrjáls ráðstöfun

Greiðsla séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán eða húsnæðissparnað

Skattfrjáls ráðstöfun 

Skattfrjálst úrræði ríkisstjórnarinnar hefur verið framlengt um 2 ár og nýtt úrræði vegna fyrstu kaupa hefur verið samþykkt.

Heimild launþega til að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán hefur verið framlengd um tvö ár eða fram til 30. júní 2019 en upphaflega heimildin var frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.

Í október 2016 samþykkti Alþingi einnig frumvarp til laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.
Lögin heimila skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar sem safnast hefur til kaupa á fyrstu íbúð, upp að ákveðnu hámarki og innan ákveðinna heimilda.
Einnig er heimilt að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á lán sem tryggð eru með veði í fyrstu íbúð og tekin voru vegna kaupanna.

Lögin taka gildi 1. júlí 2017 og má nálgast hér.

Reikna séreignarsparnað

Ég vil fá ráðgjöf um séreignarsparnað

Fyrstu kaup

Skattfrjáls úrræði fyrir þá sem stefna á sín fyrstu fasteignakaup.
Gildir fyrir samfellt 10 ára tímabil.

Æskileg fjárfestingaleið:
Húsnæðisleið ef kaupin eiga sér stað eftir 1 ár eða lengur.
Óverðtryggður bankareikningur ef kaupin eru líkleg til að eiga sér stað innan árs.

Úrræðinu er ætlað að styðja við þá sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign. Engin tímamörk hafa verið sett heldur eingöngu að um sé að ræða 10 ára samfellt tímabil.
Þetta nýja úrræði veitir heimild til að ráðstafa uppsöfnuðum séreignasparnaði sem safnast hefur frá 30. Júní 2014 skattfrjálst inná húsnæðislán. Viðkomandi ræður þó hversu langt aftur sú úttekt nær svo lengi sem það er ekki aftar en 30. júní 2014.

 • Sækja þarf um á www.leidretting.is
 • Viðkomandi þarf að vera skráður fyrir að minnsta kosti 30% í fasteigninni
 • Hámarks heimild á einstakling er 500.000 kr. á 12 mánaða tímabili
 • Hámarks heimild fyrir par er það 1.000.000 kr. skattfrjálst sem nýta má til útborgunar vegna fyrstu kaupa á 12 mánaða tímabili
 • Heimilt að nýta það sem viðkomandi hefur safnað í séreignasparnað frá 30. júní 2014
 • Hámarks heimild er 2% frá launagreiðanda og 4% af eigin iðgjaldi
 • Skilyrði að lánið veiti rétt til vaxtabóta og sé sannarlega húsnæðislán

Ath. Þetta 10 ára samfellda tímabil getur byrjað að líða t.d.15 árum eftir að viðkomandi byrjar að leggja fyrir í séreignasparnað. Heimilt er að nýta t.d. 5 ára uppsafnaðan séreignsparnað til útborgunar og næstu 5 árin má þá nýta sem innborgun á húsnæðislán, svo lengi sem um samfellt 10 ára tímabil er að ræða.

Við viljum minna á að þegar útborgun í fasteignakaup eru nýtt þá er æskilegt að breyta fjárfestingaleiðinni yfir á óverðtryggðan bankareikning, þ.e. ef nýta á úrræðið innborgun inná húsnæðislán.

Hefja séreignarsparnað

Innborgun á húsnæðislán

Skattfrjálst úrræði fyrir þá sem áttu fasteign 30. júní 2014 eða eiga fasteign í dag.

Æskileg fjárfestingaleið:
Óverðtryggður bankareikningur.

Núverandi úrræði hefur verið framlengt um 2 ár eða fram til 30. júní 2019, upphaflega var heimildin frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.
Núverandi úrræði veitir heimild til að ráðstafa séreignasparnaði skattfrjálst inná húsnæðislán.

 • Sækja þarf um á www.leidretting.is
 • Hámarks heimild á einstakling er 500.000 kr. á 12 mánaða tímabili
 • Par eða þeir sem hafa heimild til samsköttunar hafa heimild til að nýta samtals 750.000 kr. skattfrjálst inná húsnæðislán sín á 12 mánaða tímabili. Til að virkja 750.000 kr. heimildina þá þurfa báðir aðilar að sækja um á www.leidretting.is
 • Hámarks heimild er 2% frá launagreiðanda og 4% af eigin iðgjaldi
 • Skilyrði að lánið veiti rétt til vaxtabóta og sé sannarlega húsnæðislán

Við viljum minna á að þegar þessu úrræði er lokið að endurskoða fjárfestingaleið og mælum við með Ævileiðinni fyrir þá sem eru að safna fyrir efri árin.

Hefja séreignarsparnað

Ferli umsóknar

Forsenda til að nýta þessa heimild er að umsækjandi sé með samning um séreignasparnað. Hægt er að óska eftir ráðgjöf með því að fylla út formið hér ofar á síðunni. Launagreiðendur greiða reglulega iðgjöld til vörsluaðila skv. samningi á milli rétthafa og vörsluaðila. Rétthafi sækir um að nýta heimild að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á lán eða til kaupa á íbúðarhúsnæði á vef Ríkisskattstjóra.Vörsluaðilar ráðstafa greiddum iðgjöldum til þeirra lánveitenda sem umsækjendur hafa valið í rafrænni umsókn hjá Ríkisskattstjóra. Lánveitendur ráðstafa greiðslum frá vörsluaðilum inn á lán.

* Við vekjum athygli á að endanleg útfærsla aðgerða og niðurstaða er ekki á valdi Íslandsbanka.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall