Séreignarsparnaður - skattfrjáls ráðstöfun

Greiðsla séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán eða húsnæðissparnað

Séreignarsparnaður (viðbótarlífeyrissparnaður) er ein besta sparnaðarleið sem völ er á. Það er auðvelt að gera samning og þú byrjar strax að spara fyrir efri árin. 

Með samningi um séreignasparnað leggur þú 2-4% í sparnað af launum og tryggir þér þannig 2% mótframlag frá launagreiðanda. Þannig leggurðu fyrir til framtíðar með einföldum hætti.

Hversu mikil áhrif hefur séreignarsparnaður á útborguð laun? Reiknaðu þinn sparnað eða fylltu út formið hér til hliðar til að fá ráðgjöf frá sérfræðingum VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka.

Nokkrir kostir séreignarsparnaðar:

  • 2% launahækkun (mótframlag) frá vinnuveitanda
  • Séreignarsparnaður erfist að fullu
  • Mjög góð yfirsýn og aðgengi í Netbanka Íslandsbanka

Reikna séreignarsparnað

Ég vil fá ráðgjöf um séreignarsparnað

Leiðréttingin

Í maí 2014 voru samþykkt á Alþingi lög sem stuðla að lækkun á skuldum heimila vegna íbúðalána. Aðgerðirnar snúast annars vegar um beina niðurfærslu lána og hins vegar heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar iðgjalda séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa.

Enn er hægt sækja um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar en umsóknarfrestur um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána er liðinn.

Heimildin til skattfrjálsrar ráðstöfunar er tímabundin og gildir til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu inn á lán, en í fimm ár þegar um er að ræða sparnað til húsnæðiskaupa. 

Sótt er um Leiðréttinguna á vef Ríkisskattstjóra.

Í báðum tilvikum er gengið út frá þessum viðmiðum: 

  • Gildistíminn takmarkast við þau iðgjöld sem greidd eru vegna launatímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017
  • Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á einstakling (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum), en 750 þúsund kr. á hjón eða einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar (samtals 2,25 milljónir kr. á þremur árum)
  • Heimild takmarkast við allt að 4% eigið framlag og allt að 2% mótframlag frá launagreiðanda
  • Skilyrði er að iðgjöld séu greidd reglulega og að framlag rétthafa sé ekki lægra en framlag launagreiðanda. 

Athugið að til þess að geta nýtt þessa heimild þarf að vera með samning um séreignarsparnað. Hægt er að fá ráðgjöf frá sérfræðingum VÍB með því að fylla út formið hér að ofan.  

Ráðstöfun inn á lán

Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði inn á veðlán sem tekin voru til kaupa á íbúðahúsnæði til eigin nota. Skilyrði er að lánin séu tryggð með veði í íbúðarhúsnæði og að þau séu grundvöllur til útreiknings vaxtabóta (reitur 5.2 í skattframtali). Hér undir falla einnig lánsveðslán ef þau uppfylla sömu skilyrði. Aðgerðin á eingöngu við um iðgjöld sem greidd eru eftir að sótt hefur verið um aðgerðina hjá Ríkisskattstjóra.

Ráðstöfun til öflunar íbúðarhúsnæðis

Heimilt er að ráðstafa iðgjöldum séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota (húsnæðissparnaður). Heimilt er að fresta kaupum á íbúðarhúsnæði til 30. júní. 2019. Skilyrði er að rétthafi séreignarsparnaðar sé ekki eigandi að íbúðarhúsnæði á því tímabili sem heimildin er nýtt. Sótt er um hjá Ríkisskattstjóra eftir að búið er að gera kaupsamning.

Ferli umsóknar

Forsenda til að nýta þessa heimild er að umsækjandi sé með samning um séreignasparnað. Hægt er að óska eftir ráðgjöf með því að fylla út formið hér ofar á síðunni. Launagreiðendur greiða reglulega iðgjöld til vörsluaðila skv. samningi á milli rétthafa og vörsluaðila. Rétthafi sækir um að nýta heimild að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á lán eða til kaupa á íbúðarhúsnæði á vef Ríkisskattstjóra.Vörsluaðilar ráðstafa greiddum iðgjöldum til þeirra lánveitenda sem umsækjendur hafa valið í rafrænni umsókn hjá Ríkisskattstjóra. Lánveitendur ráðstafa greiðslum frá vörsluaðilum inn á lán.

Spurt og svarað*

Opna allt
Já, allir sem eru með veðlán sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota sem og samning um séreignarsparnað geta nýtt sér þessa aðgerð. Athugið að skilyrði er að lánin séu tryggð með veði í íbúðarhúsnæði og að þau séu grundvöllur til útreiknings vaxtabóta. 

Þeir sem eiga ekki íbúðarhúsnæði en spara í séreignarsparnað geta safnað fyrir íbúðarhúsnæði til eigin nota. 

Þú getur sótt um séreignarsparnað hjá VÍB á Kirkjusandi eða í næsta útibúi Íslandsbanka ef þú ert ekki með samning nú þegar.

Þú getur gert samning um séreignarsparnað hjá VÍB á Kirkjusandi eða í næsta útibúi Íslandsbanka en það er forsenda til að geta greitt séreignarsparnaðariðgjöld inn á lán.
Nei, aðgerðin er valfrjáls og þarf að sækja sérstaklega um að nýta sér þessa aðgerð. Hægt er að sækja um á vef Ríkisskattstjóra.

Umsókn gildir frá þeim tíma sem hún berst og þar til henni er breytt.

Samkvæmt lögunum geta þeir sem eiga ekki húsnæði en eru að spara í séreignarsparnað tekið út viðbótariðgjald og nýtt til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. 

Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á einstakling (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum), en 750 þúsund kr. á hjón eða einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar (samtals 2,25 milljónir kr. á þremur árum).

Heimilt er að fresta kaupum á íbúðarhúsnæði til 30. júní 2019. Skilyrði er að rétthafi séreignarsparnaðar sé ekki eigandi að íbúðarhúsnæði á því tímabili sem heimildin er nýtt.

Já, hægt er að sækja um á vef Ríkisskattstjóra, www.leidretting.is, til júní 2017 en eingöngu er hægt að nýta iðgjöld til greiðslu inn á lán frá þeim tíma sem sótt er um.

Gildistíminn takmarkast við þau iðgjöld sem greidd eru vegna launatímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.
Sótt er um á vef Ríkisskattstjóra, www.leidretting.is.
Samtals verður hægt að nýta 6% framlag, 4% eigið framlag og 2% mótframlag frá launagreiðanda. 

Heimild einstaklings takmarkast við allt að 4% framlag rétthafa eða 333 þús. kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda eða 167 þús. kr. af iðgjaldsstofni eða að hámarki samanlagt 500 þús. kr. á almanaksári. 

Hjá hjónum og einstaklingum, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar takmarkast heimildin við allt að 4% framlag rétthafa eða 500 þús. kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda eða 250 þús. kr. af iðgjaldsstofni eða að hámarki samanlagt 750 þús. kr. á almanaksári.

Já, samanlögð hámarksfjárhæð einstaklings er 1,5 millj. kr. og samanlögð hámarksfjárhæð hjá hjónum og einstaklingum sem uppfylla skilyrði til samsköttunar, er 2.250.000 kr.

Í 3 ár og miðast við launatímabilið 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Eingöngu er hægt að nýta iðgjöld frá þeim tíma sem sótt er um á vef Ríkisskattstjóra.

Mikilvægt er að hver og einn kynni sér aðgerðir ríkisstjórnarinnar því að greiða niður skuldir er einhver besta leiðin til eignarmyndunar. Helsti kosturinn við þessa aðgerð er að skattfrjáls séreignarsparnaðariðgjöld eru nýtt til að greiða inn á höfuðstól lána. Úrræðin ættu að henta stórum hluta heimila, en þó ætti að skoða málið sérstaklega fyrir þá sem kunna að eiga á hættu að lenda í gjaldþroti þar sem séreignarsparnaðurinn ekki er aðfararhæfur.

* Við vekjum athygli á að endanleg útfærsla aðgerða og niðurstaða er ekki á valdi Íslandsbanka.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall