Reglulegur sparnaður

Reglulegur sparnaður er ein þægilegasta leiðin til þess að spara, hvort sem um er að ræða skammtíma- eða langtímasparnað.

Þú setur þér markmið og ákveður upphæðina sem þú vilt leggja fyrir á mánuði. Þú getur skráð sjálfvirkar millifærslur á sparnaðarreikning að þínu vali eða eða keypt áskrift að sjóðum í Netbankanum.

 

Kaupa áskrift að sjóði Sjálfvirkar millifærslur í sparnað

Fleiri leiðir til sparnaðar

Hvers vegna sparnaður í áskrift?

SparnaðurSvar
Kostir þess að spara í áskriftÞú sparar með sjálfvirkum millifærslum í byrjun hvers mánaðar og sparnaðurinn mætir ekki afgangi. Þú ræður fjárhæðinni sem lögð er fyrir í hverjum mánuði og getur hækkað eða lækkað fjárhæðina að vild.
Að eiga fyrir óvæntum útgjöldumStök útgjöld geta sett fjárhag heimilisins úr jafnvægi og því er dýrmætt að eiga sparnað til að mæta óvæntum útgjöldum. Sparnaðurinn þinn getur því líka verið mikilvægur varasjóður fyrir heimilið.
Að setja sér markmiðÞú getur sett þér markmið, lagt fyrir í hverjum mánuði, safnað vöxtum og átt fyrir því sem þig langar að gera - hvort sem það er sumarfrí fjölskyldunnar, heimilistæki sem þarf að endurnýja eða eitthvað allt annað!
Reglulegur sparnaðurSparnaður verður eðlilegur hluti af föstum mánaðarlegum greiðslum og er millifærður sjálfkrafa af tékkareikningi. Þannig mætir sparnaðurinn ekki afgangi.
Að eiga fyrir hlutunumÞað er ekki bara góð tilfinning að eiga fyrir því sem maður kaupir - það er líka ódýrara að safna fyrir hlutunum en að fá lánað fyrir þeim. Þegar þú sparar ert það þú sem færð vextina!
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall