Lífeyrissparnaður

Lífeyrissparnaður getur verið verðmætasta eign einstaklinga við starfslok. Við söfnum lífeyrissparnaði og lækkum við okkur ráðstöfunartekjur í dag til þess að geta haft meiri ráðstöfnunartekjur þegar við höfum lokið starfsævinni. Mikilvægt er að huga að þessum sparnaði strax í upphafi starfsævinnar og endurmeta stöðuna árlega. 

Séreignarsparnaður - byrjaðu strax að spara!

Séreignarsparnaður er einhver hagstæðasti sparnaður sem völ er á vegna mótframlags launagreiðenda og skattlagningar. Hægt er að greiða allt að 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað og fá allt að 2% mótframlag frá launagreiðanda, samkvæmt flestum kjarasamningum. Launþegar sem ekki nýta sér þennan möguleika til aukins sparnaðar missa af umsömdum launakjörum. Það getur munað mjög miklu að eiga viðbótarlífeyrissparnað þegar þú ferð á eftirlaun. Því fyrr sem þú byrjar að spara og safna, því betra.

Reiknivélar á vef VÍB Launagreiðendavefur

Framtíðarauður VÍB

Framtíðarauður VÍB er séreignarsparnaður Íslandsbanka. Nánari upplýsingar um hverja fjárfestingarleið má finna á vefsíðu VÍB.

Séreignarsparnaður á vef VÍB

Skyldulífeyrissparnaður

Ef aðild að lífeyrissjóði er tilgreind í kjara- eða ráðningarsamningi launþega verður að greiða í viðkomandi lífeyrissjóð. Ef ekkert er tekið fram um aðild að lífeyrissjóði í kjara- eða ráðningarsamningi getur launþegi valið sér lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra lífeyrissjóða leyfa. VÍB er í samstarfi við Almenna lífeyrissjóðinn en aðild að honum er öllum opinn.

Hafðu samband við VÍB - eignastýringarþjónustu Íslandsbanka í síma 440 4900 eða vib@vib.is.

Sjá nánar um lífeyrissparnað á vef VÍB

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall