Láttu sparnaðinn rætast

Það er auðvelt að láta sparnaðinn rætast. Með markvissum sparnaði erum við undirbúin fyrir óvænt fjárútlát og getum látið drauma okkar rætast. Skiptu sparnaðinum rétt upp og horfðu áhyggjulaus fram á við með fjármálin í góðum farvegi.

Varasparnaður

Varasparnaðurinn er hugsaður til þess að mæta ófyrirséðum útgjöldum, fjárhagslegum áföllum og geta gripið óvænt tækifæri. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um leiðir sem henta vel til varasparnaðar.

Allir sjóðirÖll innlán

* Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Nánari upplýsingar má finna með því að smella á viðkomandi sjóð hér að ofan, á www.islandssjodir.is eða www.vib.is. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar viðkomandi sjóðs, útboðslýsingu og sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Áhætta fylgir fjárfestingu í sjóðum þar sem verðmæti eignar getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á gengi sjóðsins.

Neyslusparnaður

Neyslusparnaðurinn er hugsaður til að eiga fyrir þeim hlutum sem maður vill verja peningunum sínum, til dæmis draumafríinu eða nýju hjóli. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um leiðir sem henta vel til neyslusparnaðar. 

Allir sjóðirÖll innlán

* Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Nánari upplýsingar má finna með því að smella á viðkomandi sjóð hér að ofan, á www.islandssjodir.is eða www.vib.is. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar viðkomandi sjóðs, útboðslýsingu og sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Áhætta fylgir fjárfestingu í sjóðum þar sem verðmæti eignar getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á gengi sjóðsins.

Langtímasparnaður

Með langtímasparnaði leggur þú grunninn til framtíðar. Þar á meðal er sparnaður fyrir íbúð, ávöxtun í verðbréfasjóði og séreignasparnaður. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um leiðir sem henta vel til langtímasparnaðar.

Allir sjóðirÖll innlán

* Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Nánari upplýsingar má finna með því að smella á viðkomandi sjóð hér að ofan, á www.islandssjodir.is eða www.vib.is. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar viðkomandi sjóðs, útboðslýsingu og sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Áhætta fylgir fjárfestingu í sjóðum þar sem verðmæti eignar getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á gengi sjóðsins.

Hvaða sparnaður hentar best?

Veldu þína leið með því að velta fyrir þér þessum fjórum spurningum

 1. 1

  Verðtryggður eða óverðtryggður?

  Verðtryggður sparnaður er tryggður gegn verðbólgu. Hann hentar vel fyrir langtímasparnað. Verðtrygging innlánsreikninga er háð þriggja ára binditíma. Óverðtryggður sparnaður ber hærri vexti en verðtryggður. Hann er annað hvort alltaf laus eða laus með mjög skömmum fyrirvara og því hægt að grípa til hans þegar þér hentar.

 2. 2

  Binditími?

  Bundin innlán gefa oftast betri ávöxtun. Þess vegna borgar sig frekar að velja bundinn sparnað ef þú þarft ekki á peningunum að halda á tímabilinu. Bundin innlán eru t.d. ekki góður varasjóður. Sjóðirnir eru lausir með eins til tveggja daga fyrirvara.

 3. 3

  Innlán eða sjóður?

  Það er eðlismunur á innlánum og sjóðum. Vextir á innlánum eru ákveðnir fyrirfram en gengi sjóða getur bæði hækkað og lækkað. Sjóðum fylgir því gengisáhætta en þeim getur hins vegar fylgt betri ávöxtun en innlánum.

 4. 4

  Hentugur fjárfestingartími?

  Sem fyrr segir geta sjóðir bæði hækkað og lækkað. Þessar sveiflur á gengi sjóða eru mismiklar milli sjóða en þær jafnast út með tímanum. Veldu því sparnað þar sem hentugur fjárfestingartími er í samræmi við hvenær þú þarft að nota peningana.


Stefnumótun í fjármálum

Nýttu þér Meniga í Netbankanum

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall