Eigðu afganginn

Eigðu afganginn gerir þér kleift að leggja fyrir í hvert skipti sem þú borgar með debetkortinu þínu. Þú velur um að hækka upphæðina sem þú kaupir fyrir upp í næstu 100, 500 eða 1.000 krónur og mismunurinn leggst sjálfkrafa inn á sparireikning að þínu vali.

Svona virkar þjónustan

 1. Þú skráir þig í Eigðu afganginn í Netbankanum og þar velur þú um að láta hækka allar debetkortafærslur upp í næstu 100, 500 eða 1.000 kr.
 2. Þú velur einnig þann sparnaðarreikning sem þú vilt leggja afganginn inn á
 3. Þú borgar með debetkortinu eins og áður
 4. Allar debetkortafærslur hækka sjálfkrafa upp í næstu 100, 500 eða 1.000 kr. (eftir því sem þú valdir) og mismunurinn leggst inn á sparnaðarreikning

Skrá mig í Eigðu afganginn

Þú getur gefið afganginn til góðgerðarmála

Við skráningu getur þú valið að gefa afganginn til góðargerðamála með því að velja reikning góðgerðasamtaka sem innborgunarreikning afgangs. Ítarlegan lista yfir góðgerðasamtök og reikningsnúmer þeirra er að finna á skráningarsíðunni.

Dæmi

 • Þú kaupir samloku að upphæð 250 kr. og borgar með debetkortinu þínu
 • Ef þú hefur valið að hækka færslur upp í næstu 100 kr., þá hækkar færslan upp í 300 kr. Það gera 50 kr. í "afgang"
 • Við lok dags er afgangurinn (50 kr.) færður af debetkortareikningnum inn á sparireikning sem þú hefur valið*

* Í lok hvers virka bankadags eru teknar saman færslur dagsins, afgangur lagður saman og millifærður í einni upphæð yfir á sparnaðarreikninginn sem þú hefur valið.

Nánar um þjónustuna

 • Eigðu afganginn virkar eingöngu þegar debetkort er notað til greiðslu á vörum eða þjónustu í verslunum (posafærslur) og við úttekt í hraðbanka.
 • Afgangur (hækkun færslunnar) er ekki innifalinn í þeirri upphæð sem kemur fram á kvittunum eða afritum verslana. Heldur er afgangur reiknaður út og millifærður eftir á í kerfum bankans.
 • Eigðu afganginn er þjónusta í boði Íslandsbanka og er verslunum og þjónustuaðilum sem taka við greiðslum með debetkortunum óviðkomandi. Því skulu fyrirspurnir og vangaveltur sem snúa að þjónustunni lagðar fyrir starfsfólk Íslandsbanka.
 • Í lok hvers virka bankadags eru teknar saman færslur dagsins, afgangur lagður saman og millifærður í einni upphæð yfir á sparnaðarreikninginn sem viðskiptavinur hefur valið.
 • Ef innistæða á tékkareikningi fer undir úttektarmörk (sem er sjálfgefið 0 kr.) er hætt við úttekt sparnaðar þess dags. Það þýðir að ekki er hægt að taka út fyrir sparnaði með því að notfæra sér yfirdráttarheimild.
 • Ef debetkortafærsla viðskiptavinar fellur niður eða er endurgreidd inn á kortið þá færist afgangurinn ekki til baka inn á debetkortið heldur verður áfram óhreyfður inn á sparnaðarreikningnum.
 • Hægt er að nota hvaða reikning sem er hjá Íslandsbanka til að leggja afganginn inn á. Hægt er að leggja fyrir inn á reikning í eigu annarra. Til dæmis er hægt að láta afganginn renna inn á framtíðarreikning barns eða annarra góðra málefna að eigin vali. Við skráningu þarf að setja inn bæði reikningsnúmer og kennitölu eiganda reiknings. Íslandsbanki tekur enga ábyrgð á því ef viðskiptavinur velur annan sparnaðarreikning til að leggja afganginn inn á en viðkomandi hafði ætlað sér í upphafi.
 • Viðskiptavinur sem skráir sig í þjónustuna þarf að vera með úttektarheimild á reikning debetkorts. Missi viðkomandi heimild á þann reikning fellur hann sjálfkrafa úr þjónustu.
 • Íslandsbanki áskilur sér rétt til að hætta með þjónustuna að öllu leyti eða hluta, s.s. vegna tímabundinna kerfisbilana.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall