Við mælum með fyrir námsmenn

Við léttum þér lífið á meðan þú sinnir náminu. Hérna eru nokkur atriði sem við mælum með fyrir alla námsmenn.

Appið – útibú námsmanna

Styttu þér leið í bankann með farsímanum og nýttu þér margvíslega þjónustu af farsímavef Íslandsbanka, m.isb.is og úr snjallsímaforriti fyrir iPhone og Android.

Eigðu afganginn

Eigðu afganginn er snjöll leið fyrir námsmenn til að leggja reglulega fyrir og spara fyrir hinum ýmsu hlutum, t.d. jólagjöfum.  Þú sparar einfaldlega með debetkortinu.  Í hvert skipti sem þú borgar með debetkortinu þínu leggur þú sjálfkrafa fyrir. Þú velur um að námunda  upphæðina sem þú kaupir fyrir upp í næstu 100, 500 eða  1.000 krónur og mismunurinn leggst sjálfkrafa inn á sparireikning að þínu vali.  Þú skráir þig í Eigðu afganginn í Netbankanum.

Vildarþjónusta Íslandsbanka

Viðskiptavinir í Námsvild geta safnað Íslandsbankapunktum með fjölbreyttum viðskiptum við bankann.  Sækja þarf sérstaklega um að komast í Vildarþjónustuna en þjónustan er ókeypis.  Reglulega eru tilboð í gangi fyrir meðlimi Vildarþjónustunnar. 

Námsvild á Facebook

Þú finnur okkur á facebook þar sem ýmislegt er um að vera. Á Facebook-síðu Námsvildar færðu upplýsingar um vörur og þjónustu Íslandsbanka. Reglulega eru skemmtilegir verðlaunaleikir sem geta stytt stundirnar. 

Meniga heimilisbókhald

Með Meniga, sjálfvirku heimilisbókhaldi Íslandsbanka, geta námsmenn öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin á auðveldan og skemmtilegan hátt. Meniga lærir á þitt neyslumynstur og sækir og flokkar sjálfvirkt allar færslur af bankareikningum og greiðslukortum. Meniga er hluti af netbankanum og þjónustan er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

 

 

Fjármálin Mín – Fjárráða

Fjármálin mín er vefsvæði á vef Íslandsbanka þar sem ítarlega er fjallað um allt sem tengist fjármálum. Þar er finna ýmsan fróðleik og  greinar um fjármál.  Þar finna námsmenn einnig svör við ýmsum spurningum sem tengjast fjárræði .

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall