Hvað ef? - Hátíðarsýning í Eldborg

Við bjóðum á sérstaka hátíðarsýningu á "Hvað ef?" í Eldborgarsal Hörpu, mánudaginn 30. nóvember kl. 17:30. Aðgangur er ókeypis og hægt er að bóka allt að 5 sæti.

Smelltu hér til að bóka sæti á þessa frábæru sýningu

Hvað er „Hvað ef"?

„Hvað Ef?" er uppistand/leikrit fyrir unglinga, foreldra og kennara um þau alvarlegu málefni og freistingar sem ungt fólk stendur frammi fyrir í nútíma samfélagi. Á sýningunni eru tekin fyrir viðkvæm mál eins og vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldravandamál á umbúðalausan og áhugaverðan hátt.

Verkið var fyrst flutt haustið 2005 og hefur hlotið einróma lof unglinga, foreldra, kennara og þeirra sem hafa staðið í forvörnum og fræðslu. Með húmorinn og einlægnina að vopni höfum við einsett okkur að opna umræðuna um raunveruleika ungmenna á Íslandi. 

Viðtökurnar hafa verið frábærar en um 45.000 nemendur, foreldrar og kennarar hafa séð verkið á þessum 10 árum.

Flytjendur verksins eru: Kolbeinn Arnbjörnsson, Thelma Marín Jónsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Leikstjórn: Gunnar Sigurðsson.

Þú getur fengið flottan „Hvað ef?“ bol

Félagar í Námsvild Íslandsbanka geta fengið flottan bol með því að koma í næsta útibú og leggja inn 1000 kr. á Námsvildarreikning. Þeir sem ekki eru í Námsvild hjá Íslandsbanka geta stofnað reikning í næsta útibúi, lagt inn 1.000 kr. og fengið bol.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall