Vinir Georgs

Villi

Þetta er Villi górilla. Hann er alltaf eitthvað að pæla og spekúlera: Hvað eru margfætlur með marga fætur? Hvað er langt til tunglsins? Geta flugfiskar virkilega flogið? Kannski veist þú svörin? Fylgstu með Georg og félögum og sjáðu hvað Villi er að sýsla. Hann er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og skemmtilegt.

Nína

Þetta er Nína kanína. Hún er afar fróð og hefur alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja. Hún segir bæði frá hlutum sem gerast í alvörunni og svo er hún líka sniðug að skapa og búa til allskonar sögur um flest milli himins og jarðar. Nína hefur mikinn áhuga á öllum í kringum sig og er góð í að leysa vandamálin með því að ræða þau.

Inga

Þetta er Inga nashyrningur. Henni finnst ofsalega gott að sofa út á morgnana en þegar hún loksins fer á fætur er hún alveg óstöðvandi fjörkálfur. Hún er líka langbesti dansarinn í hópnum og dregur alla með sér út á gólfið um leið og tónlistin byrjar að hljóma. Afmæli eru í sérstöku uppáhaldi hjá Ingu. Hún man alla afmælisdaga og mætir alltaf fyrst í veisluna og horfir spennt á afmælisbarnið lesa kortið og opna pakkann. Eftir væna sneið af afmælisköku fær hún alla með sér í skemmtilega leiki.

Kristófer

Þetta er Kristófer krókódíll. Kristófer er alltaf að segja brandara. Svo skellihlær hann svo skín í allar tennurnar en þær eru 64 talsins. Sumum verður nú ekki um sel þegar krókódíll galopnar munninn með allar þessar hvössu tennur. Þá hlær Kristófer bara enn meira. Já, þá er eins gott að hann hafi munað eftir að bursta tennurnar.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall