Skert þjónusta 14. - 17. september

Skert þjónusta verður í netbanka einstaklinga, fyrirtækja og appi dagana 14. -17. september vegna innleiðingar á nýju grunnkerfi hjá Íslandsbanka.

Nýja kerfið verður tekið í notkun mánudaginn 17. september 2018

 

Skert þjónusta dagana 14. -17. september

Skert þjónusta verður í netbanka einstaklinga og fyrirtækja og appi Íslandsbanka dagana 14. -17. september vegna innleiðingar á nýju grunnkerfi hjá Íslandsbanka. Þjónusta í netbönkum, appi og útibúum verður jafnframt skert mánudaginn 17. september.

Viðskiptavinir eru hvattir til að eiga bankaviðskipti fyrir gangsetningarhelgina ef þeir eiga þess kost til að lágmarka óþægindin.

Reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka uppfærast eftir helgina þó millifærslur séu framkvæmdar um helgina.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við þjónustuver Íslandsbanka í síma 440-4000, í netfang islandsbanki@islandsbanki.is og í gegnum netspjall bankans. Þjónustuver bankans verður opið frá 10-18.

Ný og betri grunnkerfi 

Íslandsbanki hefur að undanförnu unnið að endurnýjun á innlána- og greiðslukerfum Reiknistofu bankanna. Verkefnið er umfangsmikið og eftir innleiðinguna verður bankinn betur í stakk búinn til að takast á við breytingar í bankaþjónustu.

Kerfið sem er frá hugbúnaðarfyrirtækinu Sopra Banking Software er sveigjanlegra og eykur möguleika á samnýtingu hugbúnaðarlausna.

Við minnum viðskiptavini á app Íslandsbanka, netbanka, Kass og Kreditkort fyrir helstu þjónustuþætti.

 

 

Nánari upplýsingar

Opna allt

Vegna innleiðingar á nýju innlána- og greiðslukerfi Reiknistofu bankanna og Íslandsbanka þarf að skerða þjónustu í netbönkum Íslandsbanka frá lokun bankans föstudaginn 14. september til mánudagsins 17. september.

Þjónusta í netbönkum og útibúum verður einnig skert fram eftir degi mánudaginn 17. september. 

Þessa daga verður hægt að millifæra í appi, Kass, net- og fyrirtækjabanka og fjármunir munu færast milli aðila, en fjárhæðir sem færðar eru á milli bankareikninga verða ekki sýnilegar á reikningsyfirlitum og ráðstöfun þeirra verður takmörkuð. 

Truflun verður á vefþjónustu bankans sem m.a. hefur áhrif á sjálfvirkar fyrirspurnir og aðgerðir úr kerfum viðskiptavina. 

Þurfi viðskiptavinir að ljúka mikilvægum bankaerindum fyrir 17. september, er mælt með að þeir sinni þeim í síðasta lagi föstudaginn 14. september, til að forðast óþarfa óþægindi.

Vegna innleiðingar á nýju innlána- og greiðslukerfi Reiknistofu bankanna og Íslandbanka verður vaxtatímabili veltureikninga (HB26) breytt mánudaginn 17. september.

 • Vaxtatímabil veltureikninga hefur verið frá 21. degi til 20. dags hvers mánaðar en verður framvegis einn almanaksmánuður, þ.e. frá fyrsta til síðasta dags hvers mánaðar. Þetta mun hafa þau áhrif að fyrsta vaxtatímabilið eftir að nýtt tölvukerfi hefur verið tekið í notkun verður 10 dögum lengra en vanalega. Þar af leiðir að afborgun vaxta verður hærri því nemur þessum 10 dögum mánaðarmótin sept/okt.
 • Fyrsta vaxtatímabilið eftir breytingarnar verður því 10 dögum lengra en venja er, þ.e. frá 21. ágúst  – 30.september 2018.
 • Breytingarnar leiða ekki til aukinna heildarútgjalda viðskiptavina en skuldfærsla útvaxta verður hærri en venja er til 1.október 2018 og hið sama á við um innlagnir vegna innvaxta.
 • Útvextir: Útvextir vegna vaxtatímabilsins 21. ágúst - til 30. september 2018 verða gjaldfærðir á reikninga 1. október nk.

  Nánari upplýsingar um breytingarnar og áhrif þeirra veitir Þjónustuver Íslandsbanka í síma 440 4000, eða með því að senda fyrirspurn til islandsbanki@islandsbanki.is.

Íslandsbanki birtir reikningsyfirlit viðskiptavina í net- og fyrirtækjabanka ásamt appi og verða slík yfirlit einungis í boði eftir breytingarnar 17. september.  Bankinn hefur um árabil einnig útbúið sérstakt yfirlit sem hefur verið birt i rafrænum skjölum í netbönkum en frá og með 17. september verður hætt að gefa þessi yfirlit út.  

Sækið yfirlit reikninga undir https://www.isb.is/netbank/overviews/statement

Undanfarin ár hefur starfsfólk Íslandsbanka unnið að því að endurbæta þær upplýsingar sem birtast á reikningsyfirlitum í netbanka einstaklinga og fyrirtækja. Nú birtast allar þær upplýsingar sem í boði eru fyrir viðskiptavinina og ættu yfirlitin að vera mun skýrari og betri en áður. Einnig hefur leitin verið bætt til muna þannig að nú skilar hún góðum upplýsingum. 

Síðasta reikningsyfirlitið sem verður útbúið með gamla laginu og verður aðgengilegt í rafrænum skjölum mun miðast við hreyfingar og stöðu í lok dags 16. september. Yfirlitið er útbúið fyrir alla innláns- og veltureikninga viðskiptavina í tengslum við yfirfærslu í nýtt innlána- og greiðslukerfi Reiknistofu bankanna og Íslandsbanka.

Breytt verklag með nýjum kerfum.

Með nýju innlána- og greiðslukerfi munu greiðslur milli banka sem eru hærri en 200 milljónir ekki skuldfærast af reikningum þegar í stað heldur mun greiðslan skuldfærast þegar staðfesting bankans liggur fyrir. Ráðstöfunarfjárhæð úttektarreikningsins breytist þegar í stað og tekur þá mið af því að fjárhæðin verði millifærð, þótt síðar verði.

Heimildarfærslur á reikningum sem áður voru ekki sýnilegar í reikningsyfirliti verða nú sýnilegar.

Til dæmis er kaup á eldsneyti með dælulykli eða korti.

 1. Viðskiptavinur olíufélags fer á bensínstöð og velur að fylla tankinn á bílnum sínum og setur kortið sitt til greiðslu.
 2. Þá tekur kortið frá hámark fjárhæðarinnar sem gæti mögulega kostað að fylla á bílinn, 25.000 kr.
 3. Viðskiptavinurinn dælir á bílinn og tekur eldsneyti fyrir 10.000 kr. 
 4. Á reikningsyfirlit koma 3 línur:
  1. - 25.000
  2. +25.000
  3. -10.000

 Þessi virkni hefur alltaf verið fyrir hendi í þessum viðskiptum, en núna verða þau sýnileg viðskiptavinum.

Frá lokun Íslandsbanka föstudaginn 14. september til hádegis mánudaginn 17. september verður nokkur skerðing á þjónustu net- og fyrirtækjabanka Íslandsbanka.

Viljum við hvetja alla sem þurfa að sinna mikilvægum bankaerindum mánudaginn 17. september til að ljúka þeim föstudaginn 14. september, til að forðast óþarfa óþægindi og rask.

Þessar aðgerðir verða ekki aðgengilegar þessa helgi:

 • Ekki verður hægt að stofna reikninga
 • Ekki verður hægt að stofna beingreiðslu
 • Reikningsyfirlit sýna ekki rétta stöðu meðan á breytingunum stendur
 • Mín síða í netbönkum og appi uppfærist ekki 
 • Ekki verður hægt að panta úttekt á bundnum reikningum
 • Ekki verður hægt að greiða inn á lán
 • Ekki verður hægt að greiða inn á kreditkort
 • Millifærslur eru ekki sýnilegar inni í reikningsyfirlitum.
  Hægt verður að millifæra fjármuni milli reikninga í netbanka, fyrirtækjabanka og appi og úr netbönkum annarra banka og sparisjóða, en reikningsyfirlitið í netbanka Íslandsbanka og appi uppfærist ekki á meðan á breytingu stendur.
 • Millifærða fjármuni verður hægt að nýta með því að greiða með debetkortum.
 • Ekki verður hægt að sækja um yfirdrátt í appi.

Fréttir tengdar Sopra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall