Skjáspegill Íslandsbanka

Skjáspegill gerir ráðgjöfum okkar í þjónustuveri kleift að deila upplýsingum úr vafra. Með Skjáspegli Íslandsbanka geta ráðgjafar farið yfir málin með þér á auðveldan hátt með því að deila með þér skjánum sínum á meðan þið talið saman í síma og farið yfir vörur og þjónustu:

  • Veitt ráðgjöf vegna húsnæðislána
  • Farið yfir ólíkar sparnaðarleiðir sem eru í boði
  • Skoðað fjölbreytt úrval debet- og kreditkorta
  • Farið yfir húsnæðislánareiknivél
  • Skoðað bráðabirgðagreiðslumat á netinu
  • Skoðað mismunandi forsendur með sparnaðarreiknivél

Einfaldleiki

Skjáspegill er einfaldur í notkun. Þegar þú hefur samband við ráðgjafa okkar getur hann sent þér tengil í SMS eða tölvupósti. Viðskiptavinir smella næst á tengilinn og þá getur ráðgjafi okkar deilt sínum skjá. Ekki þarf að hlaða niður sérstöku forriti til þess að nota Skjáspegil.

Virkar fyrir öll tæki

Hægt er að nota Skjáspegill í öllum tækjum óháð tegund eða stýrikerfum. Skjáspegill virkar í hvaða vafra sem er.

Áhersla á öryggi

Öll samskipti í gegnum Skjáspegil eru dulkóðuð og lausnin uppfyllir strangar öryggiskröfur Íslandsbanka.

 

Skjáspegill Íslandsbanka er unninn í samvinnu við Crankwheel

Íslandsbanki Crankwheel

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall