Erlend viðskipti

Í Netbanka geta einstaklingar átt eftirtalin erlend viðskipti:

Kaup á erlendum gjaldeyri fyrir íslenskar krónur

Hægt er að kaupa gjaldeyri fyrir krónur með einföldum hætti í millifærsluaðgerð Netbankans. Viðskiptavinur velur íslenskan úttektarreikning og leggur inn á gjaldeyrisreikning með tilheyrandi gengistilboði.

Erlendar greiðslur

Þessi aðgerð hefur verið opin lögaðilum en nú geta einstaklingar einnig nýtt sér aðgerðina t.d. við flutning gjaldeyris, greiðslu reikninga erlendis o.s.frv. Í leiðinni hefur verið létt á kröfum v/afhendingu fylgiskjala við erlendar greiðslur.

Flokka ber erlendar greiðslur til samræmis við flokkunarlykla Seðlabanka Íslands auk þess sem fjármálafyrirtækjum er skylt að tilkynna gjaldeyrisviðskipti og tilteknar fjármagnshreyfingar í erlendum gjaldmiðli milli landa, skv. reglum Seðlabanka nr. 200/2017. Nánari upplýsingar um hvaða fjármagnshreyfingar tilkynna þarf til SÍ, er að finna hér.

Viðskiptavinir sem vilja fá aðgang að því að skrá erlendar greiðslur í nafni annars aðila þurfa að skila inn umboði þess efnis í útibú bankans.

Auk ofangreinds, geta viðskiptavinir fylgst með erlendum greiðslum sem þeir hafa móttekið og sent, stillt erlenda viðtakendur ofl.

Nánari upplýsingar veitir Þjónustuver Íslandsbanka, í síma 440 4000 eða í tölvupósti á islandsbanki@islandsbanki.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall