Að breyta lykilorði

 

 
Til að breyta lykilorði í Netbankanum þurfa viðskiptavinir að skrá sig inn í Netbankann með notendanafni og lykilorði. Veljið Stillingar af efstu ránni á Minni síðu í Netbankanum og þar undir eru Aðrar stillingar
 
Rúllið niður síðuna og finnið stillingargluggann fyrir Lykilorð.

 

Lykilorði þarf að breyta reglulega og ráðleggjum við að gera það árlega, helst oftar. Netbankinn metur lykilorðið veikt, meðalsterkt eða sterkt. 

Gott er að fylgja ráðum Netbankans og reyna að hafa lykilorðið
sterkt. 

Alltaf skal skipta um lykilorð þegar farið er inn í Netbankann á óhefðbundnum stað t.d. á opnu neti í útlöndum.

Öryggisnúmeri er einnig hægt að breyta og ráðleggjum við að gera það reglulega. Ekki er gott að nota
afmælisdaginn sinn, né annarra náinna ættingja.
Smellið á „Staðfesta“ neðst á síðunni þegar upplýsingar hafa verið uppfærðar.
islandsbanki.

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall