Netbanki

Netbanki Íslandsbanka er í raun stærsta útibú bankans þar sem viðskiptavinir nýta sér þessa þægilegu leið til að stunda öll helstu bankaviðskipti ýmist í gegnum tölvuna eða farsímann.

Netbankinn er í stöðugri þróun og hefur mikil áhersla verið lögð á að gera viðmót hans einfalt og þægilegt. Eftir nýjustu endurbætur á viðmóti og virkni Netbankans getur þú sinnt helstu bankaviðskiptum með einföldum hætti.

Ný og endurbætt innskráningarsíða

Eins og glöggir notendur Netbankans hafa tekið eftir hafa flestar aðgerðir Netbankans fengið nýtt viðmót og endurbætta innskráningarsíðu. Uppfærslan kemur í kjölfarið á nýrri Minni síðu sem kynnt var á síðasta ári.

Nýtt viðmót – óbreyttar aðgerðir 

Yfirlit eru með nýrri og skýrari framsetningu, letur hefur verið stækkað til að bæta aðgengi fyrir þá sem nota spjaldtölvur. Það er einfalt er að fletta á milli flipa og nánari upplýsingar um reikninginn svo sem heimild, sækja PIN og stofna reikning koma fram skilmerkilega á yfirlitinu.

Stillingar í Netbanka einstaklinga - kynning á nýjum og breyttum stillingum í Netbanka. 

Öryggisnúmerið slegið inn af lyklaborði

Nú er breytt virkni á öryggisnúmerinu og er hægt að slá það inn beint af lyklaborðinu. 

Flestir viðskiptavinir okkar munu eflaust fagna þessari breytingu.

Stillingar 

Þú finnur stillingarnar undir tannhjólinu sem er sambærilegt tannhjól og notað er á Facebook. Einnig eru aðgerðir undir litla línulaga tákninu sem birtist yfirlitunum. Letur og litir nýja viðmótsins haldast í hendur við almenna þróun á vefjum með það að leiðarljósi að viðskiptavinir geti jafnt sótt sér gögn og unnið í spjaldtölvum sem borðtölvum.

 

Framtíðin er björt 

Á næstu misserum munu fleiri nýjungar er snúa að framsetningu og endurhönnun einstakra aðgerða líta dagsins ljós. Þá munum við jafnframt halda áfram að uppfæra Netbankann tæknilega og halda áfram að þróa aðgerðir þannig að þær verði enn notendavænni og viðmótsþýðari. 

Við tökum fagnandi á móti öllu góðum ábendingum og biðjum viðskiptavini um að senda okkur ábendingar á islandsbanki@islandsbanki.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall