Hvað geta bankar lært af öðrum?

Hvað geta bankar lært af öðrum?

Í tilefni af 20 ára afmæli Netbanka Íslandsbanka blésum við til fundaraðar. Okkur langaði til að horfa fram á við og skoða hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum og gert stafræna þjónustu einfaldari og notendavænni. Við stöndum frammi fyrir fjölda tækifæra og áskorunum. 

Samkeppnisumhverfið er að breytast, neytendahegðun sömuleiðis og tæknin hefur hrist upp í rótgrónum atvinnuvegum. Sem dæmi er stærsti söluaðili á gistirými í heiminum, AirBnB, ekki eigandi að einni einustu íbúð eða hóteli og fyrirtækið Uber hefur gerbreytt starfsumhverfi leigubílafyrirtækja víða um heim.

Um var að ræða 4 morgunfundi sem allir voru haldnir í nýju útibúi okkar á Granda.

Ef Google væri banki?

Guðmundur Hafsteinsson hjá Google í Bandaríkjunum flutti framsögu og ræddi við Sesselju Vilhjálmsdóttur stofnanda TagPlay um nýsköpun, Google og framtíð bankaviðskipta.

Hópfjármögnun og P2P lánveitingar

Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund fór yfir sögu hópfjármögnunar og Karolina Fund og talaði um hver næstu skref eru fyrir fyrirtækið. Að loknu erindi voru góðar umræður undir stjórn Helgu Valfells, framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs.

Tölvan segir nei! - Vöruþróun og notendaupplifun

Jói Sigurðsson, stofnandi CrankWheel fór yfir mikilvægi notendaprófana og það að hafa notandann í fyrsta sæti í allri vöruþróun. Svanur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skapalón stýrði umræðum í kjölfarið.

Bitcoin - Hvað í fj@$¥€£% er þetta Bitcoin?

Á fundinum hélt Gísli Kristjánsson, framkvæmdastjóri Appvise, erindi um Bitcoin, hvaða möguleikar fylgdu þessari nýju tækni og útskýrði hvernig Bitcoin og Blockchain virkar. Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins stýrði umræðum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall