Auðkenning og öryggi
Auðkenningarleiðir í Netbanka
Tvær leiðir standa viðskiptavinum til boða við innskráningu í Netbanka; Rafræn skilríki og Auðkennisnúmer í SMS. Við hvetjum notendur til að tileinka sér báðar leiðirnar til að tryggja greitt aðgengi að Netbankanum og þjónustuþáttum hans.
Til að auka öryggi enn frekar velja notendur sér fjögurra stafa örygisnúmer sem nýtt er til staðfestingar á fjárhagslegum aðgerðum í Netbanka og Appi.
Íslandsbanki vekur athygli á því að Auðkennislykil hættir sem auðkenningarleið í netbönkum bankans á árinu 2017.
Rafræn skilríki

Rafræn skilríki eru ein öruggasta leiðin til að skrá sig inn í Netbanka.
Auk þess gera skilríkin kleift að nýta margvíslega aðra þjónustu, s.s. að undirrita skjöl með rafrænum hætti.
Auðkennisnúmer í SMS

Hægt er að skrá sig inn í Netbanka með því að fá auðkennisnúmer sent í farsíma með SMS.
Til að geta nýtt þessa leið þarf að skrá farsímanúmer í Netbanka.Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?