Lög um fasteignalán til neytenda

Frá og með 1. apríl 2017 eru í gildi lög um um fasteignalán til neytenda. Markmið laganna er að tryggja neytendavernd við kynningu, ráðgjöf, veitingu og miðlun fasteignalána til neytenda. Markmið laganna er jafnframt að stuðla að ábyrgum lánveitingum og sporna við óhóflegri skuldsetningu neytenda.

http://www.althingi.is/lagas/146a/2016118.html

Fasteignalán samkvæmt skilgreiningu laganna eru lán sem eru;

 1. tryggð með veði eða annars konar tryggingu í íbúðarhúsnæði eða tryggð með réttindum sem tengjast íbúðarhúsnæði, eða
 2. veitt í þeim tilgangi að kaupa eða viðhalda eignarrétti á fasteign

Lögin fjalla meðal annars um:

 • Kröfur til lánveitenda um góða viðskiptahætti
 • Upplýsingar áður en samningur um fasteignalán er gerður
 • Viðbótarfjármálaþjónusta
 • Árleg hlutfallstala kostnaðar
 • Lánshæfis- og greiðslumat
 • Veðsetningarhlutföll o.fl.
 • Lánaráðgjöf
 • Réttur til að falla frá samningi og að greiða fyrir gjalddaga
 • Aðgerðir fyrir og eftir nauðungarsölu

Lög um fasteignalán til neytenda byggja á tilskipun Evrópuþingsins frá 2014 (Mortgage Credit Directive). Fyrir gildistöku laganna féllu fasteignalán til neytenda undir lög um neytendalán.

Neytendastofa og Fjármálaeftirlitið hafa eftirlit með ákvæðum laganna. Neytendastofa sinnir eftirliti með þeim þáttum sem snúa að samskiptum við neytendur en Fjármálaeftirlitið að þáttum sem snúa að starfsemi lánveitenda og lánamiðlara.

Upplýsingar um fasteignalán má finna á vefsíðu Neytendastofu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall