Húsnæðislánavextir Íslandsbanka

Vextir á húsnæðislánum Íslandsbanka taka mið af bæði innri og ytri þáttum. Vextirnir taka meðal annars mið af breytingum á fjármögnunarkostnaði (lánskjörum) bankans, rekstrarkostnaði, opinberum álögum og/eða öðrum ófyrirséðum kostnaði, stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, breytingum á vísitölu neysluverðs o.s.frv.

Hlutfall framangreindra þátta í ákvörðun um breytingar á vöxtum er breytilegt og ræðst meðal annars af ákvörðunum opinberra aðila og markaðsaðstæðum hverju sinni. Við vaxtabreytingar eru allir þessir þættir metnir saman og/eða hver um sig. Hafi orðið breyting á einhverjum þessara þátta getur það leitt til breytinga á vöxtum, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar.

Ákvarðarnir um breytingar á vöxtum eru teknar af fagnefnd innan bankans í umboði yfirstjórnar. Nefndin skoðar einkum þróun á þeim kostnaðarþáttum sem að framan eru taldir og metur hvort breytingar á þeim gefi tilefni til breytinga á útlánsvöxtum. Upplýst er um breytingar á vöxtum til hækkunar með 30 daga fyrirvara.

Alla húsnæðislánavexti bankans má finna í vaxtatöflu bankans. Hér fyrir neðan má sjá þróun húsnæðislánavaxta Íslandsbanka.


Þróun húsnæðislánavaxta Íslandsbanka

 

Óverðtryggðir húsnæðislánavextir - Breytilegir vextir

Óverðtryggðir húsnæðislánavextir - Fastir vextir 3 ár

Óverðtryggðir húsnæðislánavextir - Fastir vextir 5 ár

Verðtryggðir húsnæðislánavextir

Netspjall