Umsókn um greiðslumat

Rafrænt greiðslumat 

Hægt er að sækja um greiðslumat hér á vefnum með því að slá inn forsendur inn í bráðabirgðagreiðslumat og þú færð leiðbeiningar um næstu skref.

Til að spara þér sporin bjóðum við þér að sækja um Netgreiðslumat. Með því gefst þér kostur á að veita Íslandsbanka umboð til að óska eftir fjárhagslegum upplýsingum, með rafrænum hætti. Skrifað er undir skjalið með rafrænum skilríkjum á vef Signet, samstarfsaðila Íslandsbanka. Signet er rafræn undirritunarlausn í eigu Advania.

Umsókn um Netgreiðslumat veitir þér einnig kost á að auðkenna þig með rafrænum skilríkjum og skila inn fylgiskjölum greiðslumats.

Hvernig er rafræna greiðslumatsferlið?

  • Þú sendir inn rafræna umsókn um greiðslumat(umsókn um Netgreiðslumat).
  • Þér munu berast tveir tölvupóstar:  Póstur með upplýsingum um fylgiskjöl sem þarf að senda inn og póstur með upplýsingum um hvernig er hægt að veita Íslandsbanka umboð til að óska eftir fjárhagslegum upplýsingum, með rafrænum hætti
  • Skjalið sem veitir Íslandsbanka umboð er undirritað rafrænt með rafrænum skilríkjum í síma eða korti á vef Signet, samstarfsaðila Íslandsbanka
  • Að undirritun lokinni mun þér berast tölvupóstur sem staðfestir að rafrænni undirritun sé lokið ásamt upplýsingum um næstu skref
  • Í umsóknarferlinu gefst þér einnig kostur á að auðkenna þig með rafrænum skilríkjum og skila inn fylgiskjölum greiðslumats.
  • Í tölvupóstinum með upplýsingum um fylgiskjöl er að finna hlekk sem þú getur smellt á, auðkennt þig og haldið áfram að skila inn fylgiskjölum.

Greiðslumat í útibúi 

Einnig er hægt að fylla út umsóknarform sem er hér fyrir neðan, prenta út og skila inn í næsta útibú Íslandsbanka

Inn í umsóknarblaðinu og á vefnum er yfirlit yfir fylgigögn sem þarf að skila með umsókninni og eyðublað til að veita Íslandsbanka umboð til að óska eftir fjárhagslegum upplýsingum hjá öðrum fjármálastofnunum og opinberum aðilum.

Greiðslumat Íslandsbanka gildir í 12 mánuði.  

Nánari upplýsingar og ráðgjöf er í útibúum Íslandsbanka eða þjónustuveri í síma 440-4000.

 

Fylgiskjöl

Umsókn um greiðslumat fyrir húsnæðislán

Umsókn um greiðslumat fyrir önnur lán

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall