Lán vegna fyrstu kaupa

Aukalán til 10 ára með jöfnum greiðslum

Dæmi
Lánsfjárhæð
2.000.000 kr.
Greiðslubyrði á mán.
23.870 kr.
Vextir nú (breytilegir) *
7,5%
Heildargreiðsla á lánstíma 2.864.446 kr.
Árleg hlutfallstala kostnaðar 8,0%
Lántökugjald 0 kr.
Tilkynningar- og greiðslugjald 130 kr.

Aukalán til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn

Að brúa bilið fyrir útborgun þegar maður kaupir sína fyrstu eign getur verið stór áskorun. Þess vegna bjóðum við upp á sérstakt aukalán fyrir þá sem eru að kaupa sér íbúð í fyrsta skiptið.  

 • Hámarksfjárhæð 2 milljónir kr. en þó að hámarki 90% af kaupverði íbúðarhúsnæðis
 • Lánið kemur til viðbótar við hefðbundna 80% húsnæðisfjármögnun af kaupverði
 • Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir skuldabréfalána skv. vaxtatöflu bankans hverju sinni, nú 7,30% að viðbættu 0,20% vaxtaálagi*
 • Hámarkslánstími 10 ár og hægt er að velja um jafnar afborganir eða jafnar greiðslur
 • Ekkert lántökugjald og ekkert uppgreiðslugjald
 • Skilyrði að lántaki standist lánshæfis- og greiðslumat hjá bankanum og sé með viðbótarlífeyrissparnað
 • Hægt að nýta skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar til að greiða lánið hraðar niður

Hvað hentar mér?

Líttu inn í næsta útibú Íslandsbanka og farðu í rólegheitum yfir þá lánamöguleika sem í boði eru. Að kaupa húsnæði er auðvitað stór ákvörðun og því um að gera að vega og meta alla kosti í stöðunni. 

Húsnæðislánaráðgjafarnir okkar hafa víðtæka reynslu og góðan skilning á aðstæðum ungra fasteignakaupenda. því um að gera að vega og meta alla kosti í stöðunni.

Í viðtali við húsnæðislánaráðgjafa gefst kostur á að fá upplýsingar um:

 • Hvernig greiðslumat virkar og hverju þarf að skila inn í matið
 • Lánstegundir sem eru í boði og muninn á þeim
 • Kostnað við lántöku
 • Endurfjármögnun lána
 • Önnur þjónusta Íslandsbanka tengd húsnæðismálum eftir því sem við á hverju sinni, s.s. fasteignamælaborð og húsnæðissparnaður Íslandsbanka

Fylltu út formið hér til hliðar og við höfum samband

Viðtal við húsnæðislánaráðgjafa

Sláðu inn verð íbúðarinnar og
sjáðu hve mikið eigið fé þú þarft
í útborgun miðað við hámarkslán.

Verð fyrstu íbúðar
Kr.

3.000.000 kr.

Húsnæðiskaupaferlið og hagnýtar upplýsingar


Hvað hentar mér?

Líttu inn í næsta útibú Íslandsbanka og farðu í rólegheitum yfir þá lánamöguleika sem í boði eru með húsnæðislánaráðgjafa. Að kaupa húsnæði er auðvitað stór ákvörðun og því um að gera að vega og meta alla kosti í stöðunni. 

Húsnæðislánaráðgjafarnir okkar hafa víðtæka reynslu og góðan skilning á aðstæðum ungra fasteignakaupenda.

Panta ráðgjöf

*Skv. vaxtatöflu Íslandsbanka 1.11.2016. Í reiknivélum er hægt að reikna út heildarlántökukostnað og sjá hve hár hlutfallslegur kostnaður við lántöku er. Það auðveldar samanburð á mismunandi lánum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall